Sá markahæsti um áhuga frá Belgíu: „Myndi ekki hoppa á hvað sem er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 09:31 Stefán Ingi Sigurðarson fagnar öðru af mörkum sínum gegn HK. Þau dugðu ekki til sigurs. Vísir/Anton Brink Stefán Ingi skoraði bæði mörk Breiðabliks í 5-2 tapi gegn HK á föstudag. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk um þessar mundir og hefur vakið athygli erlendis. Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira