Sá markahæsti um áhuga frá Belgíu: „Myndi ekki hoppa á hvað sem er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 09:31 Stefán Ingi Sigurðarson fagnar öðru af mörkum sínum gegn HK. Þau dugðu ekki til sigurs. Vísir/Anton Brink Stefán Ingi skoraði bæði mörk Breiðabliks í 5-2 tapi gegn HK á föstudag. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk um þessar mundir og hefur vakið athygli erlendis. Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti