Ferðamönnum fjölgar hratt á Spáni að nýju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júní 2023 14:31 Spænskur túrismi hefur að fullu náð vopnum sínum eftir þrengingar Covid19-farsóttarinnar. Myndin er frá Cadiz í Andalúsíu. Eduardo Briones/Getty Images Spánverjar reikna með að ferðamönnum fjölgi um 15% í sumar miðað við árið í fyrra. Þar með hefur spænsk ferðaþjónusta náð vopnum sínum að fullu síðan í Covid-faraldrinum og gott betur. Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma. Spánn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma.
Spánn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira