Mótmælt á dánardægri Roe gegn Wade Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 22:06 Efnt var til mótmæla víða um Bandaríkin í dag, meðal annars í Washington D.C. AP/Stephanie Scarbrough Boðað var til fjöldafunda víða um Bandaríkin um helgina en í dag var ár liðið frá því að Hæstiréttur landsins felldi úr gildi eigin úrskurð í Roe gegn Wade, sem hafði í marga áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs. Frá því að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir hefur fjöldi ríkja hert löggjöf sína varðandi þungunarrof til muna og takmarkað aðgengi að þjónustunni verulega. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í dag að þessi ríki hefðu sett líf og heilsu kvenna í hættu og hótað heilbrigðisstarfsfólkinu sem hjálpaði þeim. Bönn væru hins vegar aðeins byrjunin. „Þingmenn Repúblikanaflokksins vilja banna þungunarrof á landsvísu og ganga enn lengra, með því að taka FDA-samþykkt þungunarrofslyf af markaði og gera erfiðara að nálgast getnaðarvarnir. Markmið þeirra eru öfgakennd, hættuleg og ganga gegn vilja meirihluta Bandaríkjamanna,“ sagði forsetinn. FDA er Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. One year ago, the Supreme Court took away a constitutional right from the American people, denying women the right to choose.My Administration has taken swift and strong action but the job isn't finished until Congress codifies the protections of Roe v. Wade once and for all. pic.twitter.com/NjoQrW6Kj3— President Biden (@POTUS) June 24, 2023 Samkvæmt skoðanakönnun NBC News sem birt var í gær er 61 prósent Bandaríkjamanna ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og 67 prósent kvenna. Jasmine Crockett, þingkona frá Texas, sagði árið hafa einkennst af tráma og hryllingi fyrir konur um allt land, sérstaklega í ríkjum þar sem Roe gegn Wade var „síðasta varnarlínan“. Hún sagði tíðni innlagna vegna vandamála á meðgöngu hvergi hærri en í norðurhluta Texas. „Þeir tala fjálglega um að vernda börn en leyfið mér að spyrja að þessu: Hvað verður um þegar fædd börn móður sem deyr sökum vandamála á meðgöngu af því að hún getur ekki fengið þá þjónustu sem hún þarf vegna utanlegsfósturs?“ spurði Crockett á Twitter. It's been a year of trauma & terror for women across the country, especially in states like Texas where Roe was our last line of defense.A year after SCOTUS' disastrous Dobbs decision, I'm highlighting that districts like mine and Black women in particular are hurting the most. pic.twitter.com/vfz2P44YKH— Congresswoman Jasmine Crockett (@RepJasmine) June 24, 2023 Þungunarrof hefur víða verið takmarkað við allt niður í sex vikur meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru óléttar, og þá eru fáar undanþágur í gildi vegna sérstakra aðstæðna. Hópar á borð við Planned Parenthood notuðu tækifærið og lýstu yfir stuðningi við Biden og Kamölu Harris fyrir forsetakosningarnar 2024. „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta. Við þörfnumst leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að standa vörð um það frelsi sem við njótum, ekki þeirra sem vilja svipta okkur því,“ sagði Alexis McGill Johnson, framkvæmdastjóri Planned Parenthood Action Fund. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. 21. júní 2023 08:29 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32 Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. 8. apríl 2023 23:43 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Frá því að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir hefur fjöldi ríkja hert löggjöf sína varðandi þungunarrof til muna og takmarkað aðgengi að þjónustunni verulega. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í dag að þessi ríki hefðu sett líf og heilsu kvenna í hættu og hótað heilbrigðisstarfsfólkinu sem hjálpaði þeim. Bönn væru hins vegar aðeins byrjunin. „Þingmenn Repúblikanaflokksins vilja banna þungunarrof á landsvísu og ganga enn lengra, með því að taka FDA-samþykkt þungunarrofslyf af markaði og gera erfiðara að nálgast getnaðarvarnir. Markmið þeirra eru öfgakennd, hættuleg og ganga gegn vilja meirihluta Bandaríkjamanna,“ sagði forsetinn. FDA er Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. One year ago, the Supreme Court took away a constitutional right from the American people, denying women the right to choose.My Administration has taken swift and strong action but the job isn't finished until Congress codifies the protections of Roe v. Wade once and for all. pic.twitter.com/NjoQrW6Kj3— President Biden (@POTUS) June 24, 2023 Samkvæmt skoðanakönnun NBC News sem birt var í gær er 61 prósent Bandaríkjamanna ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og 67 prósent kvenna. Jasmine Crockett, þingkona frá Texas, sagði árið hafa einkennst af tráma og hryllingi fyrir konur um allt land, sérstaklega í ríkjum þar sem Roe gegn Wade var „síðasta varnarlínan“. Hún sagði tíðni innlagna vegna vandamála á meðgöngu hvergi hærri en í norðurhluta Texas. „Þeir tala fjálglega um að vernda börn en leyfið mér að spyrja að þessu: Hvað verður um þegar fædd börn móður sem deyr sökum vandamála á meðgöngu af því að hún getur ekki fengið þá þjónustu sem hún þarf vegna utanlegsfósturs?“ spurði Crockett á Twitter. It's been a year of trauma & terror for women across the country, especially in states like Texas where Roe was our last line of defense.A year after SCOTUS' disastrous Dobbs decision, I'm highlighting that districts like mine and Black women in particular are hurting the most. pic.twitter.com/vfz2P44YKH— Congresswoman Jasmine Crockett (@RepJasmine) June 24, 2023 Þungunarrof hefur víða verið takmarkað við allt niður í sex vikur meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru óléttar, og þá eru fáar undanþágur í gildi vegna sérstakra aðstæðna. Hópar á borð við Planned Parenthood notuðu tækifærið og lýstu yfir stuðningi við Biden og Kamölu Harris fyrir forsetakosningarnar 2024. „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta. Við þörfnumst leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að standa vörð um það frelsi sem við njótum, ekki þeirra sem vilja svipta okkur því,“ sagði Alexis McGill Johnson, framkvæmdastjóri Planned Parenthood Action Fund.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. 21. júní 2023 08:29 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32 Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. 8. apríl 2023 23:43 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. 21. júní 2023 08:29
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22
Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32
Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. 8. apríl 2023 23:43
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28