Íslenski boltinn

Ægir Jarl með stórskemmti­legt skalla­mark, þrumu­fleygar Arons Jó og Dani­jels Djuric

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ægir Jarl kom KR yfir.
Ægir Jarl kom KR yfir. Vísir/Diego

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á laugardag. KR vann KA 2-0, Víkingur vann Stjörnuna 2-0 og Valur vann ÍBV 3-0 í Vestmannaeyjum.

KR tók á móti KA í Vesturbænum. Ægir Jarl Jónasson kom heimamönnum yfir með stórskemmtilegu skallamarki. Sigurður Bjartur Hallsson kláraði svo leikinn með frábærum skalla. 

Klippa: Besta deild karla: KR 2-0 KA

Topplið Víkings tók á móti Stjörnunni og vann nokkuð þægilegan sigur þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Davíð Örn Atlason skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu Pablo Punyed og Danijel Dejan Djuric skoraði með þrumuskoti eftir að Birnir Snær Ingason lék sér með knöttinn.

Klippa: Besta deild karla: Víkingur 2-0 Stjarnan

Valsmenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja. Adam Ægir Pálsson skoraði fyrsta mark leiksins af stuttu færi. Aron Jóhannsson skoraði með þrumufleyg áður en Kristinn Freyr Sigurðsson kláraði leikinn með lúmsku skoti sem Guy Smit réð ekki við.

Klippa: Besta deild karla: ÍBV 0-3 Valur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×