Hegerberg spurð út í skrópin hjá Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 10:00 Ada Hegerberg vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um Erling Braut Haaland. Getty/David Horton Norðmenn eiga tvo af bestu framherjum heims, Ödu Hegerberg í kvennaflokki og Erling Braut Haaland í karlaflokki. Norska kvennalandsliðið hefur hins vegar gert miklu betri hluti en karlaliðið og það lítur út fyrir að það sé farið að pirra Haaland verulega. Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg. Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg.
Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira