„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 10:50 Bjarni Benediktsson vill koma upp móttökubúðum fyrir hælisleitendur. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar mættust í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni í morgun. Farið var um víðan völl og undir lokin bar útlendingamálin á góma. Klippa: Umræða um útlendingamálin í Pallborðinu Bjarni sagði við ráðherraskiptin á dögunum að það ætti að halda þeirri stefnu sem Jón Gunnarsson lagði áfram, að það þyrfti jafnvel að gera meira og nefndi að það væri óþolandi að það kostaði tíu milljarða króna á ári að á annað þúsund manns biðu sinna mála. Katrín segir að það sé ekki hægt að einfalda umræðuna um útlendingamál með þeim hætti og bendir á að frumvarp Jóns Gunnarssonar hafi sannarlega farið í gegn á þinginu sem leið. Það hafi þó alls ekki verið sama frumvarp og var lagt fram árið 2018. „Í öðru lagi er staðan sú að við erum auðvitað annars vegar að fá mjög margt fólk sem flytur hingað til landsins til að vinna og síðan auðvitað erum við búin að fá fleira fólk sem er að leita verndar. Á síðasta ári voru tveir þriðju þeirra fólk frá Úkraínu sem við buðum sérstaklega að koma til landsins. Tuttugu prósent komu frá Venesúela vegna þess að kærunefnd útlendingamála veitti þeim hópi sérstaka vernd og síðan erum við bara auðvitað eins og aðrar þjóðir með hópa fólks sem eru að koma frá ýmsum löndum. Það er bara nokkuð sambærilegt,“ segir Katrín. „Augljóst að við þurfum að gera mun meira“ Bjarni segir það augljóst að nauðsynlegt sé að gera meira í málaflokknum og að það ríki ákveðið stjórnleysi í málaflokknum og hringlandaháttur. „Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að það eigi að veita öllum umsækjendum frá Venesúela aukna vernd á Íslandi. Síðan kemst Útlendingastofnun skömmu síðar, það líða ekki nema nokkrir mánuðir, að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ástæða til að gera það. Nú er það til endurskoðunar. Þetta er allt fyrir utan það að við vorum að tala um armslengd hérna áðan. Þetta er fyrir utan okkar áhrifasvið, það eru kærunefndir sem eru að komast að þessari niðurstöðu, annarri niðurstöðu en er á Norðurlöndunum og hefur kallað yfir okkur alveg gríðarlega ásókn frá því ágæta landi [Venesúela] að komast til Íslands langt umfram það sem við sjáum annars staðar og það er algerlega óraunhæft að við getum fengist við það, eins og ég horfi á málið.“ Vilja snúa fleirum við á landamærunum Þá segir Bjarni að hann vilji að okkar kraftar fari í það að hlúa að því fólki, sem við höfum skuldbundið okkur samkvæmt alþjóðasamningum að taka við, vegna þess að getur ekki snúið aftur til síns heima og hjálpa því að aðlagast samfélaginu. „Ég vil ekki að við eyðum tíu milljörðum á hverju ári í að finna út úr því hvort við ætlum að taka utan um fólk og hjálpa því að aðlagast samfélaginu, það gengur ekki. Það er eitt af því sem þingið hefur ekki afgreitt og við höfum ekki fengið í gegn við Sjálfstæðismenn, er að á landamærunum verði fleirum snúið. Tilhæfulausar umsóknir fólks, sem er þegar með vernd í samstarfsríkjum okkar en vill samt koma hingað til að fá vernd. Við viljum að þessu fólki verði svarað á landamærunum.“ Þá segir Bjarni að hann vilji að móttökubúðum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernda verði komið á laggirnar. Helst sem næst landamærunum. Það sé alþekkt fyrirkomulag víða um heim. Mismunandi málum blandað saman Sigurður Ingi segir mikilvægt að tala um útlendingamálin á grundvelli þeirra staðreynda sem þau byggja á. Innflytjendamálum og hælisleitendamálum sé slegið saman. „Það komu hingað einhver fimmtán, sextán, sautján þúsund manns á síðasta ári. Þar af voru yfir tíu þúsund sem komu hingað til að vinna. Auðvitað hefur það álag á húsnæðiskerfið og auðvitað blandast að einhverju leyti inn í mennta- og heilbrigðiskerfið. Síðan erum við með stóran hóp sem fer í gegnum hælisleitendakerfið, meira en helmingurinn af því er fólk sem kemur frá Úkraínu sem við hleyptum beint inn. Auðvitað hefur það líka áhrif á húsnæðis-, heilbrigðis- og menntakerfið og síðan erum við með annan hóp sem við þurfum kannski að einbeita okkur betur að. Vegna þess að stór hluti af þeim virðist ekki, svona við fyrstu sýn, vera líklegur til að fá samþykki fyrir að fá vernd hér á þessu landi. Þá þurfum við að einbeita okkur að því hvernig við getum tekið utan um þann hóp, fengið skilaboðin skýrari fram þannig að senda skilaboð um að það sé opið, hann geti farið hraðar í burtu og þá getum við haft meiri tíma og meiri afl í að halda utan um þá sem við veitum vernd.“ Viðfangsefni sem verður hér áfram Katrín segir að stjórnvöld verði að líta í eigin barm þegar kemur að málaflokknum og gera sér grein fyrir því að kerfið hafi einfaldlega ekki fylgt þróun í þeim fjölda sem kemur hingað til lands. Það snúi bæði að manneklu í kerfinu sem og verklagi. Nú sé verið að gera gangskör í þeim efnum. „Við höfum verið að vinna þetta allt út frá því að þetta sé allt tímabundið ástand, tímabundnir samningar. Við skulum bara átta okkur á því, þetta er viðfangsefni sem verður hér áfram og við þurfum að byggja kerfið upp þannig að við getum tekist á við það. Og í síðasta lagi langar mig að segja: Já, það er að koma mikið af útlendingum hingað til að vinna, sem mér finnst jákvætt.“ Þá segir Katrín að ríkisstjórnin hafi greitt veg þeirra sem vilja koma hingað að vinna, sem eru utan evrópska efnahagssvæðisins. Nú þurfi atvinnulífið líka að taka þátt, til að mynda með aukinni íslenskukennslu fyrir starfsfólk sitt. Þurfum að hætta að senda skilaboð um að hér sé sérstök aðferðarfræði Bjarni segir ekki nóg að fjöldi þeirra sem fer yfir umsóknir verði aukinn. „Við þurfum að hætta að vera með skilaboð út í umheiminn að hér sé einhver alveg sérstök aðferðafræði viðhöfð, til dæmis við að taka við fólki sem er þegar komið með vernd annars staðar. Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að við ráðum ekkert við það að afgreiða slík mál og lausnin er ekki sú að bæta við starfsmönnum við að nota ranga aðferðafræði. „Auðvitað þurfum við að fjölga fólki til að taka á móti fleirum,“ skýtur Katrín inn í. „Það er bara ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði einhver endastöð fyrir þá sem ekki fá hæli annars staðar,“ segir Bjarni. Pallborðið má sjá í heild sinni hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar mættust í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni í morgun. Farið var um víðan völl og undir lokin bar útlendingamálin á góma. Klippa: Umræða um útlendingamálin í Pallborðinu Bjarni sagði við ráðherraskiptin á dögunum að það ætti að halda þeirri stefnu sem Jón Gunnarsson lagði áfram, að það þyrfti jafnvel að gera meira og nefndi að það væri óþolandi að það kostaði tíu milljarða króna á ári að á annað þúsund manns biðu sinna mála. Katrín segir að það sé ekki hægt að einfalda umræðuna um útlendingamál með þeim hætti og bendir á að frumvarp Jóns Gunnarssonar hafi sannarlega farið í gegn á þinginu sem leið. Það hafi þó alls ekki verið sama frumvarp og var lagt fram árið 2018. „Í öðru lagi er staðan sú að við erum auðvitað annars vegar að fá mjög margt fólk sem flytur hingað til landsins til að vinna og síðan auðvitað erum við búin að fá fleira fólk sem er að leita verndar. Á síðasta ári voru tveir þriðju þeirra fólk frá Úkraínu sem við buðum sérstaklega að koma til landsins. Tuttugu prósent komu frá Venesúela vegna þess að kærunefnd útlendingamála veitti þeim hópi sérstaka vernd og síðan erum við bara auðvitað eins og aðrar þjóðir með hópa fólks sem eru að koma frá ýmsum löndum. Það er bara nokkuð sambærilegt,“ segir Katrín. „Augljóst að við þurfum að gera mun meira“ Bjarni segir það augljóst að nauðsynlegt sé að gera meira í málaflokknum og að það ríki ákveðið stjórnleysi í málaflokknum og hringlandaháttur. „Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að það eigi að veita öllum umsækjendum frá Venesúela aukna vernd á Íslandi. Síðan kemst Útlendingastofnun skömmu síðar, það líða ekki nema nokkrir mánuðir, að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ástæða til að gera það. Nú er það til endurskoðunar. Þetta er allt fyrir utan það að við vorum að tala um armslengd hérna áðan. Þetta er fyrir utan okkar áhrifasvið, það eru kærunefndir sem eru að komast að þessari niðurstöðu, annarri niðurstöðu en er á Norðurlöndunum og hefur kallað yfir okkur alveg gríðarlega ásókn frá því ágæta landi [Venesúela] að komast til Íslands langt umfram það sem við sjáum annars staðar og það er algerlega óraunhæft að við getum fengist við það, eins og ég horfi á málið.“ Vilja snúa fleirum við á landamærunum Þá segir Bjarni að hann vilji að okkar kraftar fari í það að hlúa að því fólki, sem við höfum skuldbundið okkur samkvæmt alþjóðasamningum að taka við, vegna þess að getur ekki snúið aftur til síns heima og hjálpa því að aðlagast samfélaginu. „Ég vil ekki að við eyðum tíu milljörðum á hverju ári í að finna út úr því hvort við ætlum að taka utan um fólk og hjálpa því að aðlagast samfélaginu, það gengur ekki. Það er eitt af því sem þingið hefur ekki afgreitt og við höfum ekki fengið í gegn við Sjálfstæðismenn, er að á landamærunum verði fleirum snúið. Tilhæfulausar umsóknir fólks, sem er þegar með vernd í samstarfsríkjum okkar en vill samt koma hingað til að fá vernd. Við viljum að þessu fólki verði svarað á landamærunum.“ Þá segir Bjarni að hann vilji að móttökubúðum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernda verði komið á laggirnar. Helst sem næst landamærunum. Það sé alþekkt fyrirkomulag víða um heim. Mismunandi málum blandað saman Sigurður Ingi segir mikilvægt að tala um útlendingamálin á grundvelli þeirra staðreynda sem þau byggja á. Innflytjendamálum og hælisleitendamálum sé slegið saman. „Það komu hingað einhver fimmtán, sextán, sautján þúsund manns á síðasta ári. Þar af voru yfir tíu þúsund sem komu hingað til að vinna. Auðvitað hefur það álag á húsnæðiskerfið og auðvitað blandast að einhverju leyti inn í mennta- og heilbrigðiskerfið. Síðan erum við með stóran hóp sem fer í gegnum hælisleitendakerfið, meira en helmingurinn af því er fólk sem kemur frá Úkraínu sem við hleyptum beint inn. Auðvitað hefur það líka áhrif á húsnæðis-, heilbrigðis- og menntakerfið og síðan erum við með annan hóp sem við þurfum kannski að einbeita okkur betur að. Vegna þess að stór hluti af þeim virðist ekki, svona við fyrstu sýn, vera líklegur til að fá samþykki fyrir að fá vernd hér á þessu landi. Þá þurfum við að einbeita okkur að því hvernig við getum tekið utan um þann hóp, fengið skilaboðin skýrari fram þannig að senda skilaboð um að það sé opið, hann geti farið hraðar í burtu og þá getum við haft meiri tíma og meiri afl í að halda utan um þá sem við veitum vernd.“ Viðfangsefni sem verður hér áfram Katrín segir að stjórnvöld verði að líta í eigin barm þegar kemur að málaflokknum og gera sér grein fyrir því að kerfið hafi einfaldlega ekki fylgt þróun í þeim fjölda sem kemur hingað til lands. Það snúi bæði að manneklu í kerfinu sem og verklagi. Nú sé verið að gera gangskör í þeim efnum. „Við höfum verið að vinna þetta allt út frá því að þetta sé allt tímabundið ástand, tímabundnir samningar. Við skulum bara átta okkur á því, þetta er viðfangsefni sem verður hér áfram og við þurfum að byggja kerfið upp þannig að við getum tekist á við það. Og í síðasta lagi langar mig að segja: Já, það er að koma mikið af útlendingum hingað til að vinna, sem mér finnst jákvætt.“ Þá segir Katrín að ríkisstjórnin hafi greitt veg þeirra sem vilja koma hingað að vinna, sem eru utan evrópska efnahagssvæðisins. Nú þurfi atvinnulífið líka að taka þátt, til að mynda með aukinni íslenskukennslu fyrir starfsfólk sitt. Þurfum að hætta að senda skilaboð um að hér sé sérstök aðferðarfræði Bjarni segir ekki nóg að fjöldi þeirra sem fer yfir umsóknir verði aukinn. „Við þurfum að hætta að vera með skilaboð út í umheiminn að hér sé einhver alveg sérstök aðferðafræði viðhöfð, til dæmis við að taka við fólki sem er þegar komið með vernd annars staðar. Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að við ráðum ekkert við það að afgreiða slík mál og lausnin er ekki sú að bæta við starfsmönnum við að nota ranga aðferðafræði. „Auðvitað þurfum við að fjölga fólki til að taka á móti fleirum,“ skýtur Katrín inn í. „Það er bara ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði einhver endastöð fyrir þá sem ekki fá hæli annars staðar,“ segir Bjarni. Pallborðið má sjá í heild sinni hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent