Marabou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júní 2023 16:31 IKEA í Svíþjóð ætla að hætta að selja vörur frá Mondelez sem sakaðir eru um að styðja við stríðsrekstur Pútíns. Vísir/Vilhelm Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins. Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn. Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn.
Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira