Allt að helmings verðmunur áfengis í vefbúðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. júní 2023 07:46 Smirnoff er ódýrastur í Costco en dýrastur í Nýju vínbúðinni. Vísir/Vilhelm Sante Wines og Costco bjóða oftast upp á lægsta verðið á áfengi samkvæmt óformlegri könnun Vísis. Fjölgar þeim stöðugt vefverslununum sem bjóða upp á áfenga drykki. Tugprósenta verðmunur er á áfengum drykkjum íslenskra verslana samkvæmt könnun Vísis á nokkrum vinsælum tegundum. Til að mynda er Kaldi 46 prósentum dýrari hjá ÁTVR en hjá Sante Wines. Sami munur er á Smirnoff vodka hjá Nýju vínbúðinni og Costco. Þrátt fyrir að ÁTVR hafi einkaleyfi á sölu áfengis hefur skapast sú staða að vefverslun virðist vera lögleg. Eftir að dómstólar vísuðu frá máli ÁTVR gegn tveimur vefbúðum, Sante og Bjórlandi, í marsmánuði í fyrra hafa vefbúðir sprottið upp eins og gorkúlur. Auk áðurnefndra verslana er hægt að kaupa áfengi hjá Nýju Vínbúðinni, Heimkaupum og Costco. Þá hafa forsvarsmenn Hagkaupa og Nettó tilkynnt að áfengisverslun hefjist innan skamms. 46 prósenta munur á Kalda Vísir kannaði verð á nokkrum vinsælum bjórtegundum, innlendum og erlendum og einkum kraftbjór. Einnig á nokkrum tegundum léttvíns og sterkara víni. Ef varan var ekki til var miðað við síðasta þekkta verð. Lítraverðið á Egils Gull í 500 millílítra dós er 800 krónur í Costco samanborið við 898 í ÁTVR og 1.178 í Nýju vínbúðinni. Costco er nýjasta viðbótin á áfengismarkaðinn og vakti innreið smásölurisans í Urriðaholti mikla athygli. Vefbúðum hefur fjölgað hratt eftir að dómi ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi var vísað frá í fyrra.Vísir/Vilhelm Aðeins þau sem eiga meðlimakort hjá Costco geta hins vegar keypt áfengi í vefbúðinni. Þá er úrvalið frekar takmarkað og hvað bjórinn varðar er hann aðeins seldur í stórum einingum. Bjórinn hjá Sante Wines mælist einnig ódýrari en hjá samkeppnisaðilum. Lítraverðið af hinum mexíkóska sumarbjór Corona Extra er sléttar 1.000 krónur samanborið við 1.124 í ÁTVR og 1.148 í Nýju vínbúðinni. Lítraverð ljóss Kalda í 330 millílítra dós er 906 hjá Sante en dýrara í fjórum öðrum vefbúðum. Langdýrastur er Kaldi í ÁTVR, 1.324 krónur lítrinn, 46 prósentum dýrari en hjá Sante. Hafa ber þó í huga að Sante er með mikið úrval af víni en bjórúrvalið er takmarkaðra. Costco með ódýran Smirnoff og Jack Fimm vefbúðir selja vín. Sú eina sem gerir það ekki er Bjórland, sem hefur hins vegar mikið úrval kraftbjóra. Lítraverðið á Faustino Reserva rauðvíni mældist lægst í ÁTVR, 4.265 krónur, en Sante var með lægsta verðið á Pesquera rauðvíni, 5.333 krónur lítrinn. Ódýrasta freyðivínið, af gerðinni Moet & Chandon Brut Imperial, var að finna í Costco. Þegar skoðuð eru sterkari vín, Smirnoff Red vodka og Jack Daniels viský er lægsta verðið í Costco, innan við 10 þúsund krónur lítraflaska, en það hæsta í Nýju vínbúðinni. Í Nýju vínbúðinni er hins vegar mun breiðari opnunartími, en þar er opið til klukkan 22:00 á virkum dögum og til miðnættis um helgar. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Tugprósenta verðmunur er á áfengum drykkjum íslenskra verslana samkvæmt könnun Vísis á nokkrum vinsælum tegundum. Til að mynda er Kaldi 46 prósentum dýrari hjá ÁTVR en hjá Sante Wines. Sami munur er á Smirnoff vodka hjá Nýju vínbúðinni og Costco. Þrátt fyrir að ÁTVR hafi einkaleyfi á sölu áfengis hefur skapast sú staða að vefverslun virðist vera lögleg. Eftir að dómstólar vísuðu frá máli ÁTVR gegn tveimur vefbúðum, Sante og Bjórlandi, í marsmánuði í fyrra hafa vefbúðir sprottið upp eins og gorkúlur. Auk áðurnefndra verslana er hægt að kaupa áfengi hjá Nýju Vínbúðinni, Heimkaupum og Costco. Þá hafa forsvarsmenn Hagkaupa og Nettó tilkynnt að áfengisverslun hefjist innan skamms. 46 prósenta munur á Kalda Vísir kannaði verð á nokkrum vinsælum bjórtegundum, innlendum og erlendum og einkum kraftbjór. Einnig á nokkrum tegundum léttvíns og sterkara víni. Ef varan var ekki til var miðað við síðasta þekkta verð. Lítraverðið á Egils Gull í 500 millílítra dós er 800 krónur í Costco samanborið við 898 í ÁTVR og 1.178 í Nýju vínbúðinni. Costco er nýjasta viðbótin á áfengismarkaðinn og vakti innreið smásölurisans í Urriðaholti mikla athygli. Vefbúðum hefur fjölgað hratt eftir að dómi ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi var vísað frá í fyrra.Vísir/Vilhelm Aðeins þau sem eiga meðlimakort hjá Costco geta hins vegar keypt áfengi í vefbúðinni. Þá er úrvalið frekar takmarkað og hvað bjórinn varðar er hann aðeins seldur í stórum einingum. Bjórinn hjá Sante Wines mælist einnig ódýrari en hjá samkeppnisaðilum. Lítraverðið af hinum mexíkóska sumarbjór Corona Extra er sléttar 1.000 krónur samanborið við 1.124 í ÁTVR og 1.148 í Nýju vínbúðinni. Lítraverð ljóss Kalda í 330 millílítra dós er 906 hjá Sante en dýrara í fjórum öðrum vefbúðum. Langdýrastur er Kaldi í ÁTVR, 1.324 krónur lítrinn, 46 prósentum dýrari en hjá Sante. Hafa ber þó í huga að Sante er með mikið úrval af víni en bjórúrvalið er takmarkaðra. Costco með ódýran Smirnoff og Jack Fimm vefbúðir selja vín. Sú eina sem gerir það ekki er Bjórland, sem hefur hins vegar mikið úrval kraftbjóra. Lítraverðið á Faustino Reserva rauðvíni mældist lægst í ÁTVR, 4.265 krónur, en Sante var með lægsta verðið á Pesquera rauðvíni, 5.333 krónur lítrinn. Ódýrasta freyðivínið, af gerðinni Moet & Chandon Brut Imperial, var að finna í Costco. Þegar skoðuð eru sterkari vín, Smirnoff Red vodka og Jack Daniels viský er lægsta verðið í Costco, innan við 10 þúsund krónur lítraflaska, en það hæsta í Nýju vínbúðinni. Í Nýju vínbúðinni er hins vegar mun breiðari opnunartími, en þar er opið til klukkan 22:00 á virkum dögum og til miðnættis um helgar.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51