Kane hafi náð samkomulagi við Bayern sem mun leggja fram annað tilboð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2023 11:01 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München hefur ekki gefist upp á því að reyna að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane í sínar raðir frá Tottenham þrátt fyrir að tilboði þeirra í gær hafi verið hafnað. Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira