Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 3-2 | Heimasigur í markaveislu í Úlfarsárdal Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 28. júní 2023 21:15 Vísir/Hulda Margrét Fram vann 3-2 sigur á HK þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í dag. Sigur Fram þýðir að Stjarnan er í fallsæti. Leikurinn fór hægt af stað. HK-ingar voru með yfirhöndina til að byrja með, þeir spiluðu boltanum betur á milli sín en náðu samt sem áður ekki að skapa sér færi. Bæði lið þurftu tíma til þess að finna taktinn í vindinum. Á 40. mínútu fengu Framarar vítaspyrnu og hleypti það lífi í leikinn. Tiago Silva keyrir upp kantinn og sendir fyrir en boltinn endar í hendinni á Ahmad Faqa. Fred Saraiva fór á punktinn fyrir Framara og skoraði. Hálfleikstölur 1-0. HK byrjuði seinni hálfleikinn af krafti. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gaf Hassan Jalloh boltann fyrir, beint á Atla Hrafn Andrason sem skallaði boltann í netið og jafnaði 1-1. Mínútu seinna skallaði Guðmundur Magnússon boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Tiago Silva og staðan orðin 2-1 fyrir Fram. Sex mínútum síðar var Orri Sigurjónsson á ferðinni, hann virtist ætla gefa boltann fyrir en boltinn söng í netinu og staðan 3-1. Jaahááá! Skot á mark eða fyrirgjöf hjá Orra? Hvað segið þið? 3-1 Fram og greinilega reiðir eftir þetta jöfnunarmark. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/LlaSi1SMYg— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 28, 2023 Á 87. mínútu tók Marciano Aziz hornspyrnu sem endaði hjá Ahmad Faqa. Boltinn fór yfir marklínuna og lokatölur því 3-2. Fram lyftir sér þar með upp fyrir Stjörnuna og úr fallsæti Bestu deildarinnar. Afhverju vann Fram? Það var vendipunktur hjá þeim að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Fram að því voru þeir ekki að halda boltanum nógu vel en þessi vítaspyrna kveikti í þeim og fóru þeir að spila boltanum betur á milli sín. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var Guðmundur Magnússon, með mark og myndaðist nokkuð oft darraðadans í kringum hann í teig HK. HK-liðið spilaði í heildina vel. Þeir héldu boltanum vel þrátt fyrir að hafa ekki skapað sér færi og ekki nýtt færin nógu vel þegar þeir loksins sköpuðu þau. Hvað gekk illa? HK gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera meira með boltann. Fram náði ekki að koma sér nægilega vel inn í leikinn á fyrsta hálftímanum en tók svo við sér og uppskar sigur. Hvað gerist næst? Laugardaginn 8. júlí sækir Fram ÍBV heim á Hásteinsvöll kl 16:00. HK á næst leik fimmtudaginn 13. júlí en þá fá þeir KR í heimsókn kl 19:15 Ómar Ingi Guðmundsson: „Við vorum að láta þá fá boltann og fá á okkur mörk“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Mér fannst við að mörgu leyti skapa þessa hættu sem að mörkin verða úr fyrir þá, sjálfir. Þetta er mjög svekkjandi niðurstaða í leiknum,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, svekktur eftir 3-2 tap á móti Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við vorum með ágætis tök á leiknum, vorum fínir með boltann og komumst nálægt markinu, bæði með og á móti vindi. Við náum bara að skora tvö því miður og gefum þeim of góð færi á okkur sem að þeir taka vel.“ Ómar segir þetta hafa verið einbeitingarleysi þegar þeir fengu annað markið á sig aðeins mínútu eftir að þeir jöfnuðu leikinn. „Þetta er augnabliks einbeitingarleysi sem kemur þegar að þeir komast í 2-1, þegar að við erum nýbúnir að jafna. Svo var þetta orðin svolítil brekka þegar að þeir skora þetta þriðja mark sem að ég held, að þegar að ég sé það aftur, að ég trúi því ekki að það átti að standa.“ Það eru rúmar tvær vikur í næsta leik HK. Ómar segir að það sé hægt að taka margt gott úr þessum leik en að þeir verði að hætta að búa til hættuleg færi fyrir andstæðinginn. „Við þurfum að telja niður þessa fimmtán daga sem að við þurfum að bíða, því miður. Við vörðumst ágætlega. Við vorum að láta þá fá boltann og fá á okkur mörk. Við vörðumst ágætlega út á velli, fannst mér. Við megum ekki búa til svona hættulega sénsa fyrir andstæðingana á okkur, það er ekki líklegt til árangurs. “ Besta deild karla Fram HK Tengdar fréttir „Þetta var ekki okkar besti fótbolta leikur.“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á móti HK í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað en þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fengu Framarar víti sem hleypti lífi í leikinn. 28. júní 2023 21:55
Fram vann 3-2 sigur á HK þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í dag. Sigur Fram þýðir að Stjarnan er í fallsæti. Leikurinn fór hægt af stað. HK-ingar voru með yfirhöndina til að byrja með, þeir spiluðu boltanum betur á milli sín en náðu samt sem áður ekki að skapa sér færi. Bæði lið þurftu tíma til þess að finna taktinn í vindinum. Á 40. mínútu fengu Framarar vítaspyrnu og hleypti það lífi í leikinn. Tiago Silva keyrir upp kantinn og sendir fyrir en boltinn endar í hendinni á Ahmad Faqa. Fred Saraiva fór á punktinn fyrir Framara og skoraði. Hálfleikstölur 1-0. HK byrjuði seinni hálfleikinn af krafti. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gaf Hassan Jalloh boltann fyrir, beint á Atla Hrafn Andrason sem skallaði boltann í netið og jafnaði 1-1. Mínútu seinna skallaði Guðmundur Magnússon boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Tiago Silva og staðan orðin 2-1 fyrir Fram. Sex mínútum síðar var Orri Sigurjónsson á ferðinni, hann virtist ætla gefa boltann fyrir en boltinn söng í netinu og staðan 3-1. Jaahááá! Skot á mark eða fyrirgjöf hjá Orra? Hvað segið þið? 3-1 Fram og greinilega reiðir eftir þetta jöfnunarmark. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/LlaSi1SMYg— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 28, 2023 Á 87. mínútu tók Marciano Aziz hornspyrnu sem endaði hjá Ahmad Faqa. Boltinn fór yfir marklínuna og lokatölur því 3-2. Fram lyftir sér þar með upp fyrir Stjörnuna og úr fallsæti Bestu deildarinnar. Afhverju vann Fram? Það var vendipunktur hjá þeim að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Fram að því voru þeir ekki að halda boltanum nógu vel en þessi vítaspyrna kveikti í þeim og fóru þeir að spila boltanum betur á milli sín. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var Guðmundur Magnússon, með mark og myndaðist nokkuð oft darraðadans í kringum hann í teig HK. HK-liðið spilaði í heildina vel. Þeir héldu boltanum vel þrátt fyrir að hafa ekki skapað sér færi og ekki nýtt færin nógu vel þegar þeir loksins sköpuðu þau. Hvað gekk illa? HK gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera meira með boltann. Fram náði ekki að koma sér nægilega vel inn í leikinn á fyrsta hálftímanum en tók svo við sér og uppskar sigur. Hvað gerist næst? Laugardaginn 8. júlí sækir Fram ÍBV heim á Hásteinsvöll kl 16:00. HK á næst leik fimmtudaginn 13. júlí en þá fá þeir KR í heimsókn kl 19:15 Ómar Ingi Guðmundsson: „Við vorum að láta þá fá boltann og fá á okkur mörk“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Mér fannst við að mörgu leyti skapa þessa hættu sem að mörkin verða úr fyrir þá, sjálfir. Þetta er mjög svekkjandi niðurstaða í leiknum,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, svekktur eftir 3-2 tap á móti Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við vorum með ágætis tök á leiknum, vorum fínir með boltann og komumst nálægt markinu, bæði með og á móti vindi. Við náum bara að skora tvö því miður og gefum þeim of góð færi á okkur sem að þeir taka vel.“ Ómar segir þetta hafa verið einbeitingarleysi þegar þeir fengu annað markið á sig aðeins mínútu eftir að þeir jöfnuðu leikinn. „Þetta er augnabliks einbeitingarleysi sem kemur þegar að þeir komast í 2-1, þegar að við erum nýbúnir að jafna. Svo var þetta orðin svolítil brekka þegar að þeir skora þetta þriðja mark sem að ég held, að þegar að ég sé það aftur, að ég trúi því ekki að það átti að standa.“ Það eru rúmar tvær vikur í næsta leik HK. Ómar segir að það sé hægt að taka margt gott úr þessum leik en að þeir verði að hætta að búa til hættuleg færi fyrir andstæðinginn. „Við þurfum að telja niður þessa fimmtán daga sem að við þurfum að bíða, því miður. Við vörðumst ágætlega. Við vorum að láta þá fá boltann og fá á okkur mörk. Við vörðumst ágætlega út á velli, fannst mér. Við megum ekki búa til svona hættulega sénsa fyrir andstæðingana á okkur, það er ekki líklegt til árangurs. “
Besta deild karla Fram HK Tengdar fréttir „Þetta var ekki okkar besti fótbolta leikur.“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á móti HK í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað en þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fengu Framarar víti sem hleypti lífi í leikinn. 28. júní 2023 21:55
„Þetta var ekki okkar besti fótbolta leikur.“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á móti HK í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað en þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fengu Framarar víti sem hleypti lífi í leikinn. 28. júní 2023 21:55
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti