Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 14:00 Ferðamennirnir í Reynisfjöru höfðu gaman að náttúruöflunum í fyrstu en gamanið kárnaði fljótt þegar kom að því að ganga aftur á bílastæðið. Fólk fauk í mestu hviðunum. RAX Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi. RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi.
RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira