Simone Biles snýr aftur og keppir í fyrsta sinn síðan á ÓL í Tokýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 08:00 Simone Biles hætti óvænt keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó en snýr nú aftur tveimur árum síðar. AP/Rebecca Blackwell Bandaríska fimleikakonan Simone Biles hefur nú tilkynnt að hún muni snúa aftur inn á fimleikagólfið á U.S. Classic mótinu í Chicago í byrjun ágúst. Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó. Fimleikar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira
Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó.
Fimleikar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira