Stjórnvöld eru ekki hafin yfir lög Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 29. júní 2023 11:00 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun