Hvar eru gögnin? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2023 13:30 Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun