Hvar eru gögnin? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2023 13:30 Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar