2% ökumanna telja sig verri en meðalökumaðurinn Ágúst Mogensen skrifar 30. júní 2023 10:00 Júlí er umferðarþyngsti mánuðurinn á Ísland en þá leggja flestir land undir fót. Nær allar helgar eru hátíðir í bæjum og sveitum sem vel eru sóttar. Fólk fer í sumarbústaði og umferð erlendra ferðamanna er einnig mikil. Einn fylgifiskur þessarar umferðar er sú staðreynd að júlí er slysaþungur mánuður, umferðarslys eru mörg, sem og önnur slys sem tengjast ferðamennsku. Því er ekki úr vegi að fara yfir nokkrar staðreyndir og áskoranir í umferðinni. 98% ökumanna telja sig í eða yfir meðallagi góða ökumenn Ofangreind tölfræði byggir á viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerir árlega um aksturshegðun. Það er jákvætt að bílstjórar séu fullir sjálfstrausts en spurning hvort einhverjir séu að ofmeta hæfni sína og vanmeta hættur. Ökumenn eru minntir á að virða ávallt reglur um hámarkshraða og að ávinningur hraðaksturs er ekki mikill. Á 200 km leið sparar ökumaður 25 mínútur ef hann ekur á 110 km/klst. hraða samanborið við 90 km/klst. hraða. Sektin nemur hins vegar 50.000 krónum ef upp kemst um brotið. Munum svo að spenna beltin og ökum allsgáð. Látum símann vera meðan á akstri stendur og gefum stefnuljós. Skortur á notkun stefnuljósa og farsímanotkun er það sem fer einna mest í taugarnar á íslenskum bílstjórum. Ferðavagnar á ferð og flugi Sú hætta sem helst steðjar að þegar ferðavagnar eru dregnir er vindurinn. Fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og aðra tengivagna ber að fara sérstaklega varlega ef að stöðugur vindur er 15-19 m/sek. en 15-25 m/sek. í vindhviðum. Passið upp á að ferðavagninn ykkar sé skoðaður og notið alltaf öryggiskeðju. Þá er gott að gæta þess að vagninn sé jafnt lestaður og alls ekki of þungur. Það kemur fyrir að vagnar séu of lestaðir af farangri og heildarþyngd meiri en bíllinn má draga. Gaskútar, reiðhjól, fortjald og annar farangur getur vegið þungt. Upplýsingar um hvað bíllinn þinn má draga þungan vagn og þyngd vagnsins er að finna í skráningarskírteinum beggja ökutækja. Brotnar bílrúður Hefur þú lent í því að fá grjót í framrúðuna sem skilur eftir sig sprungu eða skemmd? Fjöldi rúða sem skemmast árlega eru sennilega um 20.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er bara mikið af lausu grjóti á vegum og götum. En ökumenn geta samt gætt sín betur, ekið hægar í möl og haldið fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl. Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Það þarf ekki alltaf að skipta um framrúðuna með tilheyrandi kostnaði og sóun. Ef hægt er að gera við rúðuna þá greiðir þú enga eigináhættu. 90 km hraði = 25 metrar á sekúndu Þessi staðreynd undirstrikar mikilvægi þess að hafa athygli við akstur og láta símann vera. Ef þú lítur af veginum í 2 sekúndur á þessum hraða vegna þess þú þarft að skrifa afar mikilvæg skilaboð eins og hahahahah, þá ertu búin(n) að keyra 50 metra blint. Látum símana vera meðan á akstri stendur og notum handfrjálsan búnað ef við þurfum nauðsynlega að hringja eða svara símtölum. 3% ökumanna dottuðu við akstur sl. 6 mánuði Þreyta vegna svefnleysis er algeng orsök umferðarslysa og sennilega vanskráð. Aðspurðir í könnun sögðust 45% íslenskra ökumanna hafa orðið syfjaðir við akstur sl. 6 mánuði og 3% dottað. Áfengi og lyf geta spilað þar inn í vegna slævandi áhrifa. Ökumenn sem dotta eða sofna eiga á hættu að aka útaf eða framan á aðra bifreið með tilheyrandi afleiðingum á 90 km/klst. hraða. Gætið þess að skipuleggja ferðalagið þannig að ekki sé ekið of mikið í einu, fáið nætursvefninn ykkar og akið varlega. Að endingu er þó vert að taka fram að oft gengur umferðin vel á þessum umferðarþungu tímabilum. Ökumenn vita að umferðin er hægari á álagspunktum en þeir komast á áfangastað engu að síður. Förum varlega í sumar og njótum alls sem Ísland hefur upp á að bjóða heil heilsu og án samviskubits eða svekkelsis að hafa fengið háa sekt á leiðinni í fríið. Góða ferð. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Júlí er umferðarþyngsti mánuðurinn á Ísland en þá leggja flestir land undir fót. Nær allar helgar eru hátíðir í bæjum og sveitum sem vel eru sóttar. Fólk fer í sumarbústaði og umferð erlendra ferðamanna er einnig mikil. Einn fylgifiskur þessarar umferðar er sú staðreynd að júlí er slysaþungur mánuður, umferðarslys eru mörg, sem og önnur slys sem tengjast ferðamennsku. Því er ekki úr vegi að fara yfir nokkrar staðreyndir og áskoranir í umferðinni. 98% ökumanna telja sig í eða yfir meðallagi góða ökumenn Ofangreind tölfræði byggir á viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerir árlega um aksturshegðun. Það er jákvætt að bílstjórar séu fullir sjálfstrausts en spurning hvort einhverjir séu að ofmeta hæfni sína og vanmeta hættur. Ökumenn eru minntir á að virða ávallt reglur um hámarkshraða og að ávinningur hraðaksturs er ekki mikill. Á 200 km leið sparar ökumaður 25 mínútur ef hann ekur á 110 km/klst. hraða samanborið við 90 km/klst. hraða. Sektin nemur hins vegar 50.000 krónum ef upp kemst um brotið. Munum svo að spenna beltin og ökum allsgáð. Látum símann vera meðan á akstri stendur og gefum stefnuljós. Skortur á notkun stefnuljósa og farsímanotkun er það sem fer einna mest í taugarnar á íslenskum bílstjórum. Ferðavagnar á ferð og flugi Sú hætta sem helst steðjar að þegar ferðavagnar eru dregnir er vindurinn. Fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og aðra tengivagna ber að fara sérstaklega varlega ef að stöðugur vindur er 15-19 m/sek. en 15-25 m/sek. í vindhviðum. Passið upp á að ferðavagninn ykkar sé skoðaður og notið alltaf öryggiskeðju. Þá er gott að gæta þess að vagninn sé jafnt lestaður og alls ekki of þungur. Það kemur fyrir að vagnar séu of lestaðir af farangri og heildarþyngd meiri en bíllinn má draga. Gaskútar, reiðhjól, fortjald og annar farangur getur vegið þungt. Upplýsingar um hvað bíllinn þinn má draga þungan vagn og þyngd vagnsins er að finna í skráningarskírteinum beggja ökutækja. Brotnar bílrúður Hefur þú lent í því að fá grjót í framrúðuna sem skilur eftir sig sprungu eða skemmd? Fjöldi rúða sem skemmast árlega eru sennilega um 20.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er bara mikið af lausu grjóti á vegum og götum. En ökumenn geta samt gætt sín betur, ekið hægar í möl og haldið fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl. Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Það þarf ekki alltaf að skipta um framrúðuna með tilheyrandi kostnaði og sóun. Ef hægt er að gera við rúðuna þá greiðir þú enga eigináhættu. 90 km hraði = 25 metrar á sekúndu Þessi staðreynd undirstrikar mikilvægi þess að hafa athygli við akstur og láta símann vera. Ef þú lítur af veginum í 2 sekúndur á þessum hraða vegna þess þú þarft að skrifa afar mikilvæg skilaboð eins og hahahahah, þá ertu búin(n) að keyra 50 metra blint. Látum símana vera meðan á akstri stendur og notum handfrjálsan búnað ef við þurfum nauðsynlega að hringja eða svara símtölum. 3% ökumanna dottuðu við akstur sl. 6 mánuði Þreyta vegna svefnleysis er algeng orsök umferðarslysa og sennilega vanskráð. Aðspurðir í könnun sögðust 45% íslenskra ökumanna hafa orðið syfjaðir við akstur sl. 6 mánuði og 3% dottað. Áfengi og lyf geta spilað þar inn í vegna slævandi áhrifa. Ökumenn sem dotta eða sofna eiga á hættu að aka útaf eða framan á aðra bifreið með tilheyrandi afleiðingum á 90 km/klst. hraða. Gætið þess að skipuleggja ferðalagið þannig að ekki sé ekið of mikið í einu, fáið nætursvefninn ykkar og akið varlega. Að endingu er þó vert að taka fram að oft gengur umferðin vel á þessum umferðarþungu tímabilum. Ökumenn vita að umferðin er hægari á álagspunktum en þeir komast á áfangastað engu að síður. Förum varlega í sumar og njótum alls sem Ísland hefur upp á að bjóða heil heilsu og án samviskubits eða svekkelsis að hafa fengið háa sekt á leiðinni í fríið. Góða ferð. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar