„Búin að sakna fótbolta á hverjum einasta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Sandra Sigurðardóttir tók fram hanskana og lék í marki Grindavíkur í kvöld. Vísir/SJJ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í kvöld eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í vetur. Hún lék með Grindavík í sigri liðsins gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna. Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“ Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“
Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira