Þrír í agabanni: „Ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 10:52 Misjafnt var hvernig KA-menn ferðuðust heim til Akureyrar eftir leikinn við KR. Þorri Mar Þórisson (t.v. á mynd) var einn þriggja sem urðu eftir í Reykjavík. vísir/Diego Þrír leikmenn KA voru ekki með liðinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag vegna agabanns, eftir að þeir ákváðu án leyfis að dvelja degi lengur í Reykjavík eftir leik gegn KR um síðustu helgi. Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki