Til hvers að nenna í rekstur? Stefanía K. Ásbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun