Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir jafnfram að hiti verði víða átta til fimmtán stig, en svalara við norðurströndina.
Þá segir að á morgun muni líklega bæta í vind og áfram verði svipað veður fyrir norðan og austan. Mun minni líkur verði hins vegar á skúrum á Suður- og Suðvesturlandi og þar gæti hitinn farið yfir 18 stig þar sem best lætur.
Veðurhorfur næstu daga:
Á mánudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið norðan- og austantil á landinu og svalt í veðri, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og hiti 12 til 20 stig, hlýjast sunnanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s. Rigning eða súld norðan- og austanlands, en skýjað með köflum og þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, mildast sunnanlands.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt. Dálítil væta með köflum, en þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.