Ísland byrjar á leik við langdýrasta mann EM Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 09:31 Iván Fresneda er eftirsóttur hjá stórliðum í Evrópu en hann er í spænska hópnum sem mætir Íslandi í kvöld Getty/Seb Daly Íslenska U19-landsliðið í fótbolta karla hefur í dag keppni á sjálfu Evrópumótinu sem fram fer á Möltu. Andstæðingarnir í fyrsta leik eru ógnarsterkt lið Spánverja. Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira