Pjattkrati skilar skatti – með einum eða öðrum hætti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. júlí 2023 11:00 Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun