Ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa í Val: „Lítur mjög vel út“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2023 18:46 Gylfi Þór á æfingu með Val í dag. Arnar Grétarsson er þjálfari Vals Vísir/Samsett mynd Það ráku margir upp stór augu þegar fréttist af því að Gylfi Þór Sigurðsson væri mættur á æfingu með Bestu deildar liði Vals. Þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segist ekki vera farinn að láta sig dreyma um að sjá Gylfa í treyju Vals í sumar, hann hafi þó engu gleymt inn á knattspyrnuvellinum. „Ætli það sé ekki í gegnum Ólaf Jóhannesson, hann er góður vinur Gylfa Þórs sem og pabba hans og hefur undanfarið verið að ýta á Gylfa að taka fram skóna og byrja að æfa aftur,“ segir Arnar aðspurður um ástæðu þess að Gylfi Þór æfi nú með Val. Menn byrjuðu að tala um það fyrir einhverju síðan, með tilkomu nýja landsliðsþjálfarans, um mögulega endurkomu Gylfa. Það er bara frábært að fá hann á æfingar sem og bara gott fyrir íslenska fótboltann að hann sé kominn aftur af stað.“ Án félags eftir langa fjarveru Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Auðsjáanlega í fínu standi Arnar segist þó ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa Þór í Valsbúningnum. „Ég er ekki byrjaður á því að láta mig dreyma um að hann spili með okkur í sumar en það er bara frábært að sjá hann á æfingasvæðinu. Hann lítur mjög vel út.“ Arnar segist fyrst og fremst ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann sé kominn aftur á knattspyrnuvöllinn. „Maður gat alveg séð að honum leið vel hjá okkur í dag. Þar var hann kominn að gera það sem hann gerir best, að spila fótbolta. Það var auðsjáanlegt að hann hefur haldið sér í fínu standi, hann komst vel í gegnum æfinguna og án þess að þurfa að bakka út. Við þurfum samt að passa upp á hann, Gylfi er svona gæi sem hættir ekki, við þurfum að passa að hann geri ekki of mikið fyrstu dagana. Svo bara kemur í ljós hvað verður. Ég hef oft talað um þennan dreng, til að mynda þegar að ég starfaði sem yfirmaður íþróttamála, bara sem fyrirmynd og legg mikla áherslu á að menn geri aukaæfingar og hugsi vel um sig. Gylfi er í rauninni bara talsmaður þess, það er bara að gaman að fá hann á æfingar með okkur og gaman fyrir okkar leikmenn að sjá þennan strák. Hann er 34 ára, í toppstandi og hugsar vel um sig. Það bara verður lyftistöng á öllu með komu hans.“ Klippa: Arnar um Gylfa Þór: Ótrúlegt eftir svona langan tíma Gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun Það yrði frábært fyrir íslenskan fótbolta að fá Gylfa til baka og ef hann kæmi í íslensku deildina þá væri það frábært segir Arnar en það kom honum ekki á óvart að sjá í hversu góðu standi Gylfi væri. „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eitt að geta hlaupið og verið í þannig standi en að fara svo inn á fótboltaæfingu, það eru bara allt aðrar hreyfingar þar. Mér fannst hann gera þetta vel, það finnst mér ótrúlegt eftir svona langan tíma. Hann gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun en það verður bara að koma í ljós. Núna tekur hann bara eitt skref í einu og fer í gegnum ákveðið ferli. Svo kemur bara í ljós á næstunni hvar drengurinn endar. Ég er bara ánægður með að fá hann á æfingar hjá okkur, hvort sem við erum með hann í viku eða tíu daga. Honum er velkomið að vera hjá okkur sem lengst. Honum langar að halda áfram Gylfi sé enn í landsliðsklassa. „Íslenska landsliðið þarf á honum að halda ef hann heldur áfram á þessari vegferð og kemur sér í stand. Maður sá það alveg að hann á nóg eftir til að geta spilað með íslenska landsliðinu.“ Finnurðu hjá honum eldmóð til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn? „Ég hef svo sem ekki rætt mikið við hann persónulega, bara aðeins í kringum æfinguna í dag. Ég held þó, fyrst hann mætti í dag að hreyfa sig, að það búi eitthvað að baki þar. Honum langar að halda áfram og ég skil það vel. Ég segi það við alla sem eru í fótbolta að reyna halda sér inn á vellinum eins lengi og þeir geta. Þetta eru forréttindi, að vera að spila og gera eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir. Hvort sem þú ert til 34-, 36-, eða 38 ára aldurs, þá myndi ég reyna að vera sem lengst í þessu. Ég sakna þess alltaf að vera í fótbolta. Þess vegna er ég ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann skuli vera búinn að taka fram skóna aftur og vonandi getur hann spilað lengi áfram á meðan að hann hefur getu til þess vegna þess að það er nægur tími til að gera eitthvað annað eftir það.“ Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34 Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
„Ætli það sé ekki í gegnum Ólaf Jóhannesson, hann er góður vinur Gylfa Þórs sem og pabba hans og hefur undanfarið verið að ýta á Gylfa að taka fram skóna og byrja að æfa aftur,“ segir Arnar aðspurður um ástæðu þess að Gylfi Þór æfi nú með Val. Menn byrjuðu að tala um það fyrir einhverju síðan, með tilkomu nýja landsliðsþjálfarans, um mögulega endurkomu Gylfa. Það er bara frábært að fá hann á æfingar sem og bara gott fyrir íslenska fótboltann að hann sé kominn aftur af stað.“ Án félags eftir langa fjarveru Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Auðsjáanlega í fínu standi Arnar segist þó ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa Þór í Valsbúningnum. „Ég er ekki byrjaður á því að láta mig dreyma um að hann spili með okkur í sumar en það er bara frábært að sjá hann á æfingasvæðinu. Hann lítur mjög vel út.“ Arnar segist fyrst og fremst ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann sé kominn aftur á knattspyrnuvöllinn. „Maður gat alveg séð að honum leið vel hjá okkur í dag. Þar var hann kominn að gera það sem hann gerir best, að spila fótbolta. Það var auðsjáanlegt að hann hefur haldið sér í fínu standi, hann komst vel í gegnum æfinguna og án þess að þurfa að bakka út. Við þurfum samt að passa upp á hann, Gylfi er svona gæi sem hættir ekki, við þurfum að passa að hann geri ekki of mikið fyrstu dagana. Svo bara kemur í ljós hvað verður. Ég hef oft talað um þennan dreng, til að mynda þegar að ég starfaði sem yfirmaður íþróttamála, bara sem fyrirmynd og legg mikla áherslu á að menn geri aukaæfingar og hugsi vel um sig. Gylfi er í rauninni bara talsmaður þess, það er bara að gaman að fá hann á æfingar með okkur og gaman fyrir okkar leikmenn að sjá þennan strák. Hann er 34 ára, í toppstandi og hugsar vel um sig. Það bara verður lyftistöng á öllu með komu hans.“ Klippa: Arnar um Gylfa Þór: Ótrúlegt eftir svona langan tíma Gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun Það yrði frábært fyrir íslenskan fótbolta að fá Gylfa til baka og ef hann kæmi í íslensku deildina þá væri það frábært segir Arnar en það kom honum ekki á óvart að sjá í hversu góðu standi Gylfi væri. „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eitt að geta hlaupið og verið í þannig standi en að fara svo inn á fótboltaæfingu, það eru bara allt aðrar hreyfingar þar. Mér fannst hann gera þetta vel, það finnst mér ótrúlegt eftir svona langan tíma. Hann gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun en það verður bara að koma í ljós. Núna tekur hann bara eitt skref í einu og fer í gegnum ákveðið ferli. Svo kemur bara í ljós á næstunni hvar drengurinn endar. Ég er bara ánægður með að fá hann á æfingar hjá okkur, hvort sem við erum með hann í viku eða tíu daga. Honum er velkomið að vera hjá okkur sem lengst. Honum langar að halda áfram Gylfi sé enn í landsliðsklassa. „Íslenska landsliðið þarf á honum að halda ef hann heldur áfram á þessari vegferð og kemur sér í stand. Maður sá það alveg að hann á nóg eftir til að geta spilað með íslenska landsliðinu.“ Finnurðu hjá honum eldmóð til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn? „Ég hef svo sem ekki rætt mikið við hann persónulega, bara aðeins í kringum æfinguna í dag. Ég held þó, fyrst hann mætti í dag að hreyfa sig, að það búi eitthvað að baki þar. Honum langar að halda áfram og ég skil það vel. Ég segi það við alla sem eru í fótbolta að reyna halda sér inn á vellinum eins lengi og þeir geta. Þetta eru forréttindi, að vera að spila og gera eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir. Hvort sem þú ert til 34-, 36-, eða 38 ára aldurs, þá myndi ég reyna að vera sem lengst í þessu. Ég sakna þess alltaf að vera í fótbolta. Þess vegna er ég ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann skuli vera búinn að taka fram skóna aftur og vonandi getur hann spilað lengi áfram á meðan að hann hefur getu til þess vegna þess að það er nægur tími til að gera eitthvað annað eftir það.“
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34 Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn