Heyrnarlausir pennasölumenn reyndust í raun heyrnarlausir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 23:55 Þrír Úkraínumenn seldu penna fyrir félagið. Pennasölumenn á Selfossi eru heyrnarlausir Úkraínumenn sem höfðu fengið heimild til að selja í nafni Félags heyrnarlausra. Lögreglunni bárust margar tilkynningar frá borgurum. „Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum. Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum.
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira