Heyrnarlausir pennasölumenn reyndust í raun heyrnarlausir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 23:55 Þrír Úkraínumenn seldu penna fyrir félagið. Pennasölumenn á Selfossi eru heyrnarlausir Úkraínumenn sem höfðu fengið heimild til að selja í nafni Félags heyrnarlausra. Lögreglunni bárust margar tilkynningar frá borgurum. „Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum. Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
„Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum.
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira