Viðskipti erlent

Face­book hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtu­dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Threads forritið þykir keimlíkt Twitter.
Threads forritið þykir keimlíkt Twitter. Meta

Banda­ríska sam­fé­lags­miðla­fyrir­tækið Meta sem rekur Face­book og Insta­gram hefur til­kynnt að það muni setja nýjan sam­fé­lags­miðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtu­dag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni sam­keppni við sam­fé­lags­miðilinn Twitter.

Í um­fjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Insta­gram og verði frír í notkun. Af skjá­skotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keim­líkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfið­lega upp á síð­kastið.

Elon Musk, milljarða­mæringurinn og eig­andi Twitter, til­kynnti til að mynda síðast­liðinn laugar­dag að hann hefði tak­markað að­gengi not­enda þess að tístum. Al­mennir not­endur sem ekki hafa greitt fyrir á­kveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst.

Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagna­söfnun gervi­greindar­for­rita en Musk sagði hundruð fyrir­tækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að sam­fé­lags­miðlinum.

Á sama tíma hefur Musk gert not­endum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og Tweet­Deck not­enda­við­mótið sem gerir not­endum kleyft að skoða tugi og jafn­vel hundruð tísta á sama tíma.

Mark Zucker­berg, eig­andi Meta og Elon Musk hafa átt í mis­alvar­legum orða­skeytingum á sam­fé­lags­miðlum undan­farnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til á­kvörðunar Zucker­berg og fé­laga í Meta að ýta úr vör Threads sam­fé­lags­miðlinum. Þeir Zucker­berg og Musk hafa meðal annars sam­þykkt að mætast í slag í box­hring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil al­vara sé þar á ferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×