Veiðitímabilið óhreyft þrátt fyrir tilmæli fagráðs Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2023 21:02 Tilmælum fagráðs um velferð dýra frá árinu 2019 hefur ekki verið fylgt undanfarin ár og verður ekki fylgt í ár. Vísir/Vilhelm Hreindýraveiðitímabilið verður óbreytt í ár að sögn Bjarna Jónassonar teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun. Fagráð um velferð dýra vill seinka tímabilinu vegna velferðar hreindýrskálfa. Tarfaveiðar hreindýra hefjast 15. júlí og kúaveiðar 1. ágúst eins og undanfarin ár. Tarfaveiðum lýkur 15. september og kúaveiðum 20. september. Fagráð um velferð dýra beindi þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að seinka veiðunum með tilliti til velferðar hreindýrskálfa árið 2019. Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið. Engu að síður hefur veiðinni ekkert verið breytt á árunum eftir það. Ekki heldur í ár. Áhyggjur Fagráðsins beindust einkum af afdrifum hreindýrskálfa felldra kúa, það er hvernig þeim reiddi af um veturinn. Var bent á að veiðitímabilið í Noregi hæfist seinna á árinu. Skýrsla NA ekki talin nóg „Samanburður á meðalvetrar dánartíðini kálfa fyrir og eftir friðun kálfa bendir ekki til að hærra hlutfall móðurlausra kálfa auki vetrardánartíðni kálfa almennt. Með styttingu veiðitíma og þá samþjöppun á veiðunum gæti veiðiálag á hjarðir aukist sem gæti haft slæm áhrif á dýrin,“ segir Bjarni. Vísar hann í skýrslu Náttúrustofu Austurlands, það er frumathugun á vetrarafkomu íslenskra hreinkálfa. Þar segir meðal annars: „Ekkert bendir enn til þess að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur. Hætt er þó við að þeir falli frekar en kálfar sem fylgja mæðrum sínum í hörðum árum. Slíkt hefur þó líklega ekki gerst síðustu áratugina að neinu ráði nema mjög staðbundið einu sinni og óþekkt er ef einhverjir, og þá hversu stór hluti, þeirra kálfa sem féllu voru móðurlausir.“ Fagráðið hafði hins vegar vitneskju um þessa skýrslu þegar tilmælin voru gefin út og taldi hana engu breyta um tilmælin eins og sagt var í grein mbl.is á sínum tíma. Það er að í skýrslunni væri dregin sú ályktun að ef stofninn væri ekki að minnka hlyti velferðin að vera nægjanleg. Frekari rannsókna væri þörf. Segir tilmælin virka Umhverfisstofnun hefur hvatt veiðimenn til þess að veiða einungis geldar kýr fyrstu vikur veiðitímabilsins. Aðspurður um hvernig veiðimenn eigi að þekkja geldar kýr frá ógeldum segir Bjarni að öllum sem fari til hreindýraveiða sé skylt að hafa með sér reyndan og sérhæfðan leiðsögumann með gilt leyfi frá Umhverfisstofnun. Hann leiðbeinir veiðimanni með val á dýri eftir að hafa fylgst með hjörðinni og þannig geti menn séð hvort kálfur fylgi kúnni eða ekki. „Tilmælin til veiðimanna um að fella aðeins geldar kýr fyrstu tvær vikurnar hefur skilað árangri þar sem það kemur fram í veiðiskýrslum að hlutfall geldra kúa af þeim sem felldar eru fyrst á veiðitímabilinu hefur aukist,“ segir Bjarni. Dýr Dýraheilbrigði Skotveiði Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tarfaveiðar hreindýra hefjast 15. júlí og kúaveiðar 1. ágúst eins og undanfarin ár. Tarfaveiðum lýkur 15. september og kúaveiðum 20. september. Fagráð um velferð dýra beindi þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að seinka veiðunum með tilliti til velferðar hreindýrskálfa árið 2019. Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið. Engu að síður hefur veiðinni ekkert verið breytt á árunum eftir það. Ekki heldur í ár. Áhyggjur Fagráðsins beindust einkum af afdrifum hreindýrskálfa felldra kúa, það er hvernig þeim reiddi af um veturinn. Var bent á að veiðitímabilið í Noregi hæfist seinna á árinu. Skýrsla NA ekki talin nóg „Samanburður á meðalvetrar dánartíðini kálfa fyrir og eftir friðun kálfa bendir ekki til að hærra hlutfall móðurlausra kálfa auki vetrardánartíðni kálfa almennt. Með styttingu veiðitíma og þá samþjöppun á veiðunum gæti veiðiálag á hjarðir aukist sem gæti haft slæm áhrif á dýrin,“ segir Bjarni. Vísar hann í skýrslu Náttúrustofu Austurlands, það er frumathugun á vetrarafkomu íslenskra hreinkálfa. Þar segir meðal annars: „Ekkert bendir enn til þess að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur. Hætt er þó við að þeir falli frekar en kálfar sem fylgja mæðrum sínum í hörðum árum. Slíkt hefur þó líklega ekki gerst síðustu áratugina að neinu ráði nema mjög staðbundið einu sinni og óþekkt er ef einhverjir, og þá hversu stór hluti, þeirra kálfa sem féllu voru móðurlausir.“ Fagráðið hafði hins vegar vitneskju um þessa skýrslu þegar tilmælin voru gefin út og taldi hana engu breyta um tilmælin eins og sagt var í grein mbl.is á sínum tíma. Það er að í skýrslunni væri dregin sú ályktun að ef stofninn væri ekki að minnka hlyti velferðin að vera nægjanleg. Frekari rannsókna væri þörf. Segir tilmælin virka Umhverfisstofnun hefur hvatt veiðimenn til þess að veiða einungis geldar kýr fyrstu vikur veiðitímabilsins. Aðspurður um hvernig veiðimenn eigi að þekkja geldar kýr frá ógeldum segir Bjarni að öllum sem fari til hreindýraveiða sé skylt að hafa með sér reyndan og sérhæfðan leiðsögumann með gilt leyfi frá Umhverfisstofnun. Hann leiðbeinir veiðimanni með val á dýri eftir að hafa fylgst með hjörðinni og þannig geti menn séð hvort kálfur fylgi kúnni eða ekki. „Tilmælin til veiðimanna um að fella aðeins geldar kýr fyrstu tvær vikurnar hefur skilað árangri þar sem það kemur fram í veiðiskýrslum að hlutfall geldra kúa af þeim sem felldar eru fyrst á veiðitímabilinu hefur aukist,“ segir Bjarni.
Dýr Dýraheilbrigði Skotveiði Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent