Dóttirin vill senda Eto’o í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 09:31 Samuel Eto’o hefur unnið að samfélagsmálum fyrir FIFA Foundation í heimalandi sínu Kamerún. Vandamál hans í dag eru hins vegar á Spáni. Getty/Maja Hitij Samuel Eto'o virðist hreinlega elta uppi vandræðin eða kannski elta vandræðin hann. Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023 Kamerún Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023
Kamerún Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira