Elstu börn Berlusconi fá viðskiptaveldið í arf Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 12:31 Frá vinstri: Paolo og Marina Berlusconi ásamt Mörtu Fascina og Barböru Berlusconi við ríkisútför Silvio í Mílanó 14. júní. Vísir/EPA Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber. Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza. Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza.
Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08