Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 18:11 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum en fékk kjaftshögg í staðinn. Hún hefur tilkynnt atvikið sem líkamsárás til lögreglu. AP Britney Spears var slegin utan undir af öryggisverði með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina þegar hún leitaðist eftir mynd með körfuboltamanninum Victor Wembanyama í Las Vegas í gær. Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið. Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið.
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01
Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30