Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 18:11 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum en fékk kjaftshögg í staðinn. Hún hefur tilkynnt atvikið sem líkamsárás til lögreglu. AP Britney Spears var slegin utan undir af öryggisverði með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina þegar hún leitaðist eftir mynd með körfuboltamanninum Victor Wembanyama í Las Vegas í gær. Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið. Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið.
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01
Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30