Fótbolti

Xhaka farinn til Bayer Leverkusen frá Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Granit Xhaka er farinn frá Arsenal.
Granit Xhaka er farinn frá Arsenal. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Svissneski knattspyrnumaðurinn Granit Xhaka hefur yfirgefið enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal og er genginn í raðir Bayer Leverkusen.

Leverkusen greiðir 25 milljónir evra fyrir leikmanninn, sem samsvarar um 3,7 milljörðum íslenskra króna. Þessi þrítugi miðjumaður skrifar undir fimm ára samning við félagið.

Xhaka hafði verið í herbúðum Arsenal frá árinu 2016 og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Flestir gerðu þó ráð fyrir því að hann myndi yfirgefa Skytturnar í sumar, enda er líklegt að spiltíminn verði af skornum skammti á næsta tímabili með komu Declan Rice til félagsins.

Alls lék Xhaka 297 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum og skoraði í þeim 23 mörk. Hann varð bikarmeistari í tvígang með félaginu og lék lykilhlutverk í titilbaráttu liðsins á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×