Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 22:27 Manuel Neuer heilsaði upp á starfsfólkið og fékk mynd af sér með þeim inni í eldhúsi. Aðsent Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu. Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu.
Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira