Stemning hjá stelpunum á Snapchat meðan dregið var Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Thea Imani Sturludóttir getur ekki beðið eftir heimsmeistaramótinu í vetur. Vísir/Dúi Í dag kom í ljós hverjir mótherjar Íslands verða í riðlakeppni HM kvenna í handbolta í desember. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir kveðst ekki geta beðið eftir sumarfríslokum svo hún geti hafið undirbúning fyrir mótið. Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira