Viðskipti innlent

Risa yfir­töku­til­boð liggur fyrir í Kerecis

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
 Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis
Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis

Yfirtökutilboð liggur fyrir í allt hlutafé ísfirska fyrirtækisins Kerecis, sem framleiðir sáraroð úr þorski. Þetta kemur fram í tilkynningum tryggingafélaganna Sjóvár og VÍS til kauphallarinnar.

Sjóvá á 115.689 hluti í Kerecis sem færðir eru til bókar á genginu 9.941 krónur á hlut. „Sjóvá hefur samþykkt að selja alla sína hluti í Kerecis hf., sem eru um eitt og hálft prósent af hlutafé félagsins, en salan er háð því að yfirtökutilboðið gangi eftir,“ segir í tilkynningu félagsins.

„Í tengslum við fram komnar upplýsingar um yfirtökutilboð í allt hlutafé Kerecis hf. upplýsist að VÍS hefur samþykkt að selja hlut sinn í Kerecis, sem nemur 136.715 hlutum, en salan er háð því að endanlegur samningur komist á,“ segir í tilkynningu VÍS.

Í frétt vb.is um málið í dag kemur fram að hávær orðrómur sé um sölu Kerecis til erlends fyrirtækis á allt að 160 milljarða króna. Búist sé við tilkynningu þess efnis í bráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×