Vel nýttur þyrlupallur við Skógarböðin Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júlí 2023 07:01 Finnur Aðalbjörnsson er einn stofnenda Skógarbaðanna. Vísir/Arnar Falinn þyrlupallur við Skógarböðin hefur verið vel nýttur síðan böðin voru opnuð fyrir rúmu ári. Stofnandi baðanna segir suma vilja komast í böðin án þess að sjást. Þyrlupallurinn við Skógarböðin var byggður tveimur vikum áður en böðin sjálf voru opnuð. Stofnandi baðanna segir pallinn notaðan töluvert mikið, þá sérstaklega þegar farnar eru þyrluskíðaferðir í nágrenninu. „Það kom fyrirspurn frá aðilum sem vildu koma á þyrlu og vildu helst koma utan opnunartíma. Sumir eru svo frægir að enginn má sjá þá. Við „rigguðum“ þessu bara upp á tveimur vikum,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, stofnandi Skógarbaðanna. Þyrlupallurinn nýtist þeim sem vilja ekki vera séðir? „Já sumir, og enginn veit samt hverjir þeir eru.“ Þyrlupallurinn mun líklegast nýtast enn betur þegar búið verður að byggja Skógarhótel sem á að reisa við hliðina á böðunum á næstu árum. „Það er kominn vegur að fyrirhuguðu hóteli. Þetta er í skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. Ef allt gengur upp getum við byrjað hér í ágúst. Þetta er 120 herbergja hótel með 12 svítum og 200 til 250 manna ráðstefnusal,“ segir Finnur. Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit eru með vinsælli ferðamannastöðum Norðurlands.Vísir/Arnar Skógarböðin eru með þá sérstöðu að þar er nánast aldrei rok og sjaldgæft að vindur brjóti sér þar leið inn. „Hér er bara aldrei vont veður, hér inni í skóginum. Hér er gríðarlega gott skjól og næði fyrir gestina að vera. Eins og fólk segir stundum, það er ekki hægt að gera neitt því það er eitthvað skítaveður sem er eiginlega aldrei á Akureyri. En þá getið þið bara komið hingað,“ segir Finnur. Sundlaugar Eyjafjarðarsveit Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Þyrlupallurinn við Skógarböðin var byggður tveimur vikum áður en böðin sjálf voru opnuð. Stofnandi baðanna segir pallinn notaðan töluvert mikið, þá sérstaklega þegar farnar eru þyrluskíðaferðir í nágrenninu. „Það kom fyrirspurn frá aðilum sem vildu koma á þyrlu og vildu helst koma utan opnunartíma. Sumir eru svo frægir að enginn má sjá þá. Við „rigguðum“ þessu bara upp á tveimur vikum,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, stofnandi Skógarbaðanna. Þyrlupallurinn nýtist þeim sem vilja ekki vera séðir? „Já sumir, og enginn veit samt hverjir þeir eru.“ Þyrlupallurinn mun líklegast nýtast enn betur þegar búið verður að byggja Skógarhótel sem á að reisa við hliðina á böðunum á næstu árum. „Það er kominn vegur að fyrirhuguðu hóteli. Þetta er í skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. Ef allt gengur upp getum við byrjað hér í ágúst. Þetta er 120 herbergja hótel með 12 svítum og 200 til 250 manna ráðstefnusal,“ segir Finnur. Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit eru með vinsælli ferðamannastöðum Norðurlands.Vísir/Arnar Skógarböðin eru með þá sérstöðu að þar er nánast aldrei rok og sjaldgæft að vindur brjóti sér þar leið inn. „Hér er bara aldrei vont veður, hér inni í skóginum. Hér er gríðarlega gott skjól og næði fyrir gestina að vera. Eins og fólk segir stundum, það er ekki hægt að gera neitt því það er eitthvað skítaveður sem er eiginlega aldrei á Akureyri. En þá getið þið bara komið hingað,“ segir Finnur.
Sundlaugar Eyjafjarðarsveit Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira