Vel nýttur þyrlupallur við Skógarböðin Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júlí 2023 07:01 Finnur Aðalbjörnsson er einn stofnenda Skógarbaðanna. Vísir/Arnar Falinn þyrlupallur við Skógarböðin hefur verið vel nýttur síðan böðin voru opnuð fyrir rúmu ári. Stofnandi baðanna segir suma vilja komast í böðin án þess að sjást. Þyrlupallurinn við Skógarböðin var byggður tveimur vikum áður en böðin sjálf voru opnuð. Stofnandi baðanna segir pallinn notaðan töluvert mikið, þá sérstaklega þegar farnar eru þyrluskíðaferðir í nágrenninu. „Það kom fyrirspurn frá aðilum sem vildu koma á þyrlu og vildu helst koma utan opnunartíma. Sumir eru svo frægir að enginn má sjá þá. Við „rigguðum“ þessu bara upp á tveimur vikum,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, stofnandi Skógarbaðanna. Þyrlupallurinn nýtist þeim sem vilja ekki vera séðir? „Já sumir, og enginn veit samt hverjir þeir eru.“ Þyrlupallurinn mun líklegast nýtast enn betur þegar búið verður að byggja Skógarhótel sem á að reisa við hliðina á böðunum á næstu árum. „Það er kominn vegur að fyrirhuguðu hóteli. Þetta er í skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. Ef allt gengur upp getum við byrjað hér í ágúst. Þetta er 120 herbergja hótel með 12 svítum og 200 til 250 manna ráðstefnusal,“ segir Finnur. Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit eru með vinsælli ferðamannastöðum Norðurlands.Vísir/Arnar Skógarböðin eru með þá sérstöðu að þar er nánast aldrei rok og sjaldgæft að vindur brjóti sér þar leið inn. „Hér er bara aldrei vont veður, hér inni í skóginum. Hér er gríðarlega gott skjól og næði fyrir gestina að vera. Eins og fólk segir stundum, það er ekki hægt að gera neitt því það er eitthvað skítaveður sem er eiginlega aldrei á Akureyri. En þá getið þið bara komið hingað,“ segir Finnur. Sundlaugar Eyjafjarðarsveit Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira
Þyrlupallurinn við Skógarböðin var byggður tveimur vikum áður en böðin sjálf voru opnuð. Stofnandi baðanna segir pallinn notaðan töluvert mikið, þá sérstaklega þegar farnar eru þyrluskíðaferðir í nágrenninu. „Það kom fyrirspurn frá aðilum sem vildu koma á þyrlu og vildu helst koma utan opnunartíma. Sumir eru svo frægir að enginn má sjá þá. Við „rigguðum“ þessu bara upp á tveimur vikum,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, stofnandi Skógarbaðanna. Þyrlupallurinn nýtist þeim sem vilja ekki vera séðir? „Já sumir, og enginn veit samt hverjir þeir eru.“ Þyrlupallurinn mun líklegast nýtast enn betur þegar búið verður að byggja Skógarhótel sem á að reisa við hliðina á böðunum á næstu árum. „Það er kominn vegur að fyrirhuguðu hóteli. Þetta er í skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. Ef allt gengur upp getum við byrjað hér í ágúst. Þetta er 120 herbergja hótel með 12 svítum og 200 til 250 manna ráðstefnusal,“ segir Finnur. Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit eru með vinsælli ferðamannastöðum Norðurlands.Vísir/Arnar Skógarböðin eru með þá sérstöðu að þar er nánast aldrei rok og sjaldgæft að vindur brjóti sér þar leið inn. „Hér er bara aldrei vont veður, hér inni í skóginum. Hér er gríðarlega gott skjól og næði fyrir gestina að vera. Eins og fólk segir stundum, það er ekki hægt að gera neitt því það er eitthvað skítaveður sem er eiginlega aldrei á Akureyri. En þá getið þið bara komið hingað,“ segir Finnur.
Sundlaugar Eyjafjarðarsveit Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira