Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 12:19 Stjórnvöld vestanhafs hafa legið yfir ákvörðuninni í nokkurn tíma. Getty/Sean Rayford Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira