Kærastinn sleit sambandinu í komusalnum á Keflavíkurflugvelli og Íslandsferðin tók óvænta stefnu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. júlí 2023 10:32 Cally Beaton er þekkt sem uppistandari í Bretlandi og í grein Telegraph lýsir hún eftirminnilegri ferð sinni til Íslands. Instagram „Þegar fimmtugsafmælið mitt nálgaðist árið 2020 hélt ég af stað í rómantíska ferð til Íslands ásamt kærastanum mínum. Við lentum, og síðan sagði mér hann mér upp í komusalnum á flugvellinum.“ Þannig hefst frásögn hinnar bresku Cally Beaton sem birt var á vef Telegraph nú á dögunum. Þar lýsir hún því hvernig ferðalag hennar til Íslands tók óvænta stefnu og breytti lífi hennar til frambúðar. Það sem upphaflega átti að vera rómantísk paraferð breyttist í valdeflandi „sóló“ ferð nær fimmtugrar konu. Símtal til dótturinnar breytti öllu Cally er þekkt sem uppistandari, hlaðvarpsstjórnandi og rithöfundur í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by Cally Beaton (@callybeatoncomedian) Í grein Telegraph rifjar hún upp að kærastinn hennar fyrrverandi hafði verið „önugur“ í flugvélinni á leiðinni til Íslands og skyndilega hafi hann birst henni sem „dæmigerður miðaldra kall í tilvistarkreppu.“ „Ég gekk í burtu, dofin eftir áfallið, ég settist inn í bílaleigubílinn og tékkaði mig inn á hótelið, og hugsaði með mér hvað þetta væri allt saman hræðilegt. Ég hringdi í dóttur mína til að segja henni hvað ég skammaðist mín mikið og sagði henni að ég myndi koma aftur heim eftir tvo daga.“ Hún svaraði: „Þú ólst mig upp sem feminista. Þú þarft ekki karlmann til að njóta þín á Íslandi. Þú verður áfram á Íslandi og upplifir ævintýri.“ Og ég gerði það.“ Cally hélt því næst í Bláa Lónið, en hún og kærastinn höfðu bókað sérstakan brúðkauspferðarpakka í lóninu. Að sögn Cally fann starfsfólk Bláa lónsins svo mikið til með henni að vera ein á ferð að þau gáfu henni helling af ókeypis drykkjum. Á meðan hún sötraði prosecco í lóninu lenti hún á spjalli við hóp kvenna á fimmtugsaldri sem hvöttu hana áfram með þeim orðum að ,,maður kemst ekki á þennan aldur og verður skyndilega ósýnilegur!“ Hún nýtti næstu daga á Íslandi til að skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi og fleiri fallega staði ein síns lið. Segist hún hafa eytt fyrstu stundunum í að hlæja og gráta til skiptis á meðan hún hlustaði á Bonnie Taylor lög. Smám saman fór henni að líða betur og vera jákvæðari gagnvart aðstæðunum. „Ég fór frá því að hugsa: „Það á enginn eftir að vilja vera með mér og elska mig“ yfir í: „Ég er ósigrandi, ég get lagt Ísland að fótum mér“. Hver sá sem hefur gengið í gegnum óvænt sambandsslit kannast við þessa tilfinningu.“ View this post on Instagram A post shared by Cally Beaton (@callybeatoncomedian) Cally rifjar einnig upp þegar hún týndist, eftir að GPS tækið í símanum hennar hætti að virka, og hún endaði í kjölfarið á hóteli á Selfossi sem hún lýsir sem "litlum iðnaðarbæ." Þetta var langt frá þeirri sýn sem hún hafði haft á draumafríið á Íslandi. Hún fann lítinn veitingastað í bænum þar sem hún gæddi sér á hrossa carpaccio og hvala tataki og átti indælt kvöld, umkringd heimamönnum sem að hennar sögn eru gefnir fyrir sopann. „Svo var ég allt í einu farin að skella í mig skotum og daðra við þrekvaxinn sjómann. Þetta var mín eigin íslenska útgáfa af Mamma Mia!“ Alein og týnd Cally dvaldi einnig hjá fjölskyldu á Ólafsvöllum sem býður upp á heimagistingu og snæddi hjá þeim hreindýrakjöt sem skolað var niður með tíu mismunandi skotum. Hún heimsótti síðan Snæfellsness en á leiðinni í þjóðgarðinn á Snæfellsjökli lenti hún í ógöngum þegar stormur skall á. Skyndilega virkaði ekki staðsetningartækið í bílnum hennar, það var ekkert símasamband og Cally endaði með bílinn fastan í skurði. View this post on Instagram A post shared by Cally Beaton (@callybeatoncomedian) „Ég klæddi mig í hverja einustu flík sem ég hafði meðferðis og beið eftir að einhver myndi keyra fram hjá mér. Enginn kom. Ég stóð þarna; ísköld, alein og hjálparvana og skyndilega spruttu allar tilfinningarnar sem ég var búin að bæla niður upp á yfirborðið. Það rann upp fyrir mér hvað ég var skelfingu lostin yfir því að verða bráðum fimmtug- hvað ég óttaðist mikið að verða ósýnileg, bæði í félagslegum og rómantískum skilningi,“ segir Cally og lýsir því næst hvernig hún fékk ákveðna hugljómun á þessum tímapunkti. „Ég hugsaði með mér að ég gæti annað hvort látið mig hverfa í burtu eða þá skrifað mína sögu sjálf og haldið áfram að ganga í átt að hinu óþekkta. Ég ætlaði ekki að leyfa neinum- hvorki kærastanum mínum eða samfélaginu að ráða því hvað ég, nær fimmtug kona, gæti gert." Seinasti bærinn sem Cally hafði keyrt framhjá var of langt í burtu til að hægt væri að ganga þangað og afréð hún því að halda áfram leið sinni án þess að hafa hugmynd um hvert hún væri að fara. „Skyndilega varð mér mjög hlýtt, merki um ofkælingu og ég hugsaði með mér: „núna er komið að því, ég er að fara að deyja.“ En síðan gerðist það að í gegnum snjóbylinn sá ég glytta í lítinn veg sem klofnaði í tvennt og leiddi niður hæð í átt að pínulitlum bæ sem heitir Hellnar. Ég gekk í átt að honum og kom auga á litla og fallega kirkju þar sem ljósin voru kveikt, mér til léttis.“ Það reyndist Cally til happs að þegar hún kom inn í kirkjuna hitti hún fyrir húsvörð og eftir að hún hafði sagt honum frá raunum sínum kallaði hann til nokkra heimamenn sem útveguðu Cally gistingu í skála í nágrenninu og færðu henni mat og drykk. Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti þar til starfsmaður bílaleigunnar kom að sækja hana. Full af bjartsýni og von Tveimur dögum eftir hrakfarirnar var hún komin aftur til Reykjavíkur, heilu og höldnu, og var hún að eigin sögn „uppfull af nýrri von og bjartsýni.“ „Eftir að horfst í augu við mína eigin uppgjöf á sjálfri mér, og sigrast á því, þá fannst mér ég vera ósigrandi- og ég uppgötvaði að ég var í raun ótrúlega spennt fyrir næsta kafla í lífi mínu. Ég fór heim og lofaði sjálfri mér því að ég myndi aldrei leyfa mér að verða ósýnileg.“ Rúsínan í pylsuendanum var sú að fyrrum kærasti Cally, sá sem sagði henni upp við komuna til Íslands, sendi henni skilaboð nokkrum dögum seinna þegar Cally var enn stödd á Íslandi og vildi hann þá taka aftur saman við hana. „Hann sendi mér skilaboð og sagði mér að hann myndi bíða eftir mér á Heathrow flugvelli þegar ég kæmi til baka. Ég sendi honum mynd af mér í sveitinni á Íslandi, kvaddi hann og lokaði síðan á hann.“ Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Sjá meira
Þannig hefst frásögn hinnar bresku Cally Beaton sem birt var á vef Telegraph nú á dögunum. Þar lýsir hún því hvernig ferðalag hennar til Íslands tók óvænta stefnu og breytti lífi hennar til frambúðar. Það sem upphaflega átti að vera rómantísk paraferð breyttist í valdeflandi „sóló“ ferð nær fimmtugrar konu. Símtal til dótturinnar breytti öllu Cally er þekkt sem uppistandari, hlaðvarpsstjórnandi og rithöfundur í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by Cally Beaton (@callybeatoncomedian) Í grein Telegraph rifjar hún upp að kærastinn hennar fyrrverandi hafði verið „önugur“ í flugvélinni á leiðinni til Íslands og skyndilega hafi hann birst henni sem „dæmigerður miðaldra kall í tilvistarkreppu.“ „Ég gekk í burtu, dofin eftir áfallið, ég settist inn í bílaleigubílinn og tékkaði mig inn á hótelið, og hugsaði með mér hvað þetta væri allt saman hræðilegt. Ég hringdi í dóttur mína til að segja henni hvað ég skammaðist mín mikið og sagði henni að ég myndi koma aftur heim eftir tvo daga.“ Hún svaraði: „Þú ólst mig upp sem feminista. Þú þarft ekki karlmann til að njóta þín á Íslandi. Þú verður áfram á Íslandi og upplifir ævintýri.“ Og ég gerði það.“ Cally hélt því næst í Bláa Lónið, en hún og kærastinn höfðu bókað sérstakan brúðkauspferðarpakka í lóninu. Að sögn Cally fann starfsfólk Bláa lónsins svo mikið til með henni að vera ein á ferð að þau gáfu henni helling af ókeypis drykkjum. Á meðan hún sötraði prosecco í lóninu lenti hún á spjalli við hóp kvenna á fimmtugsaldri sem hvöttu hana áfram með þeim orðum að ,,maður kemst ekki á þennan aldur og verður skyndilega ósýnilegur!“ Hún nýtti næstu daga á Íslandi til að skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi og fleiri fallega staði ein síns lið. Segist hún hafa eytt fyrstu stundunum í að hlæja og gráta til skiptis á meðan hún hlustaði á Bonnie Taylor lög. Smám saman fór henni að líða betur og vera jákvæðari gagnvart aðstæðunum. „Ég fór frá því að hugsa: „Það á enginn eftir að vilja vera með mér og elska mig“ yfir í: „Ég er ósigrandi, ég get lagt Ísland að fótum mér“. Hver sá sem hefur gengið í gegnum óvænt sambandsslit kannast við þessa tilfinningu.“ View this post on Instagram A post shared by Cally Beaton (@callybeatoncomedian) Cally rifjar einnig upp þegar hún týndist, eftir að GPS tækið í símanum hennar hætti að virka, og hún endaði í kjölfarið á hóteli á Selfossi sem hún lýsir sem "litlum iðnaðarbæ." Þetta var langt frá þeirri sýn sem hún hafði haft á draumafríið á Íslandi. Hún fann lítinn veitingastað í bænum þar sem hún gæddi sér á hrossa carpaccio og hvala tataki og átti indælt kvöld, umkringd heimamönnum sem að hennar sögn eru gefnir fyrir sopann. „Svo var ég allt í einu farin að skella í mig skotum og daðra við þrekvaxinn sjómann. Þetta var mín eigin íslenska útgáfa af Mamma Mia!“ Alein og týnd Cally dvaldi einnig hjá fjölskyldu á Ólafsvöllum sem býður upp á heimagistingu og snæddi hjá þeim hreindýrakjöt sem skolað var niður með tíu mismunandi skotum. Hún heimsótti síðan Snæfellsness en á leiðinni í þjóðgarðinn á Snæfellsjökli lenti hún í ógöngum þegar stormur skall á. Skyndilega virkaði ekki staðsetningartækið í bílnum hennar, það var ekkert símasamband og Cally endaði með bílinn fastan í skurði. View this post on Instagram A post shared by Cally Beaton (@callybeatoncomedian) „Ég klæddi mig í hverja einustu flík sem ég hafði meðferðis og beið eftir að einhver myndi keyra fram hjá mér. Enginn kom. Ég stóð þarna; ísköld, alein og hjálparvana og skyndilega spruttu allar tilfinningarnar sem ég var búin að bæla niður upp á yfirborðið. Það rann upp fyrir mér hvað ég var skelfingu lostin yfir því að verða bráðum fimmtug- hvað ég óttaðist mikið að verða ósýnileg, bæði í félagslegum og rómantískum skilningi,“ segir Cally og lýsir því næst hvernig hún fékk ákveðna hugljómun á þessum tímapunkti. „Ég hugsaði með mér að ég gæti annað hvort látið mig hverfa í burtu eða þá skrifað mína sögu sjálf og haldið áfram að ganga í átt að hinu óþekkta. Ég ætlaði ekki að leyfa neinum- hvorki kærastanum mínum eða samfélaginu að ráða því hvað ég, nær fimmtug kona, gæti gert." Seinasti bærinn sem Cally hafði keyrt framhjá var of langt í burtu til að hægt væri að ganga þangað og afréð hún því að halda áfram leið sinni án þess að hafa hugmynd um hvert hún væri að fara. „Skyndilega varð mér mjög hlýtt, merki um ofkælingu og ég hugsaði með mér: „núna er komið að því, ég er að fara að deyja.“ En síðan gerðist það að í gegnum snjóbylinn sá ég glytta í lítinn veg sem klofnaði í tvennt og leiddi niður hæð í átt að pínulitlum bæ sem heitir Hellnar. Ég gekk í átt að honum og kom auga á litla og fallega kirkju þar sem ljósin voru kveikt, mér til léttis.“ Það reyndist Cally til happs að þegar hún kom inn í kirkjuna hitti hún fyrir húsvörð og eftir að hún hafði sagt honum frá raunum sínum kallaði hann til nokkra heimamenn sem útveguðu Cally gistingu í skála í nágrenninu og færðu henni mat og drykk. Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti þar til starfsmaður bílaleigunnar kom að sækja hana. Full af bjartsýni og von Tveimur dögum eftir hrakfarirnar var hún komin aftur til Reykjavíkur, heilu og höldnu, og var hún að eigin sögn „uppfull af nýrri von og bjartsýni.“ „Eftir að horfst í augu við mína eigin uppgjöf á sjálfri mér, og sigrast á því, þá fannst mér ég vera ósigrandi- og ég uppgötvaði að ég var í raun ótrúlega spennt fyrir næsta kafla í lífi mínu. Ég fór heim og lofaði sjálfri mér því að ég myndi aldrei leyfa mér að verða ósýnileg.“ Rúsínan í pylsuendanum var sú að fyrrum kærasti Cally, sá sem sagði henni upp við komuna til Íslands, sendi henni skilaboð nokkrum dögum seinna þegar Cally var enn stödd á Íslandi og vildi hann þá taka aftur saman við hana. „Hann sendi mér skilaboð og sagði mér að hann myndi bíða eftir mér á Heathrow flugvelli þegar ég kæmi til baka. Ég sendi honum mynd af mér í sveitinni á Íslandi, kvaddi hann og lokaði síðan á hann.“
Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Sjá meira