„Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 14:44 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa lesið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar neitt sérstaklega. Vísir/Ívar Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. „Þegar ráðuneytið mitt hefur verið beðið um aðgang að þessari skýrslu þá höfum við viljað fylgja lögum og við teljum okkur hafa verið að gera það,“ sagði Bjarni aðspurður um birtingu Pírata á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið í gær. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi Pírata hafa brotið trúnað. „Ég held að þetta sé ekki gott fordæmi fyrir þingið um meðferð trúnaðarupplýsinga og ágreiningur um það hvernig eigi að fara með trúnaðargögn þurfi að leysa innan þingsins,“ segir Bjarni sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um greinargerðina eða innihald hennar. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ sagði Bjarni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Þegar ráðuneytið mitt hefur verið beðið um aðgang að þessari skýrslu þá höfum við viljað fylgja lögum og við teljum okkur hafa verið að gera það,“ sagði Bjarni aðspurður um birtingu Pírata á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið í gær. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi Pírata hafa brotið trúnað. „Ég held að þetta sé ekki gott fordæmi fyrir þingið um meðferð trúnaðarupplýsinga og ágreiningur um það hvernig eigi að fara með trúnaðargögn þurfi að leysa innan þingsins,“ segir Bjarni sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um greinargerðina eða innihald hennar. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ sagði Bjarni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36