Umfjöllun og viðtöl: FH - Tindastóll 1-0 | Spútnik liðið aftur á sigurbraut Dagur Lárusson skrifar 9. júlí 2023 16:00 FH gat leyft sér að fagna í leikslok. Vísir/Hulda Margrét FH hafði tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar þegar Tindastóll mætti í Kaplakrika í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimaliðsins og spútnik lið deildarinnar því komið á sigurbraut. Bæði lið mættu í leikinn í dag eftir að hafa tapað síðasta leik heldur stórt en FH tapaði gegn Val 3-0 á meðan Tindastól tapaði fyrir Breiðablik 4-0. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu fyrsta færi leiksins á 10.mínútu en þá átti Hannah Cade fyrirgjöf sem endaði sem hálfgert skot og fór boltinn í þverslánna og út. En eftir því sem leið á leikinn var það FH sem var sterkari aðilinn og þær Esther Rós og Mackenzie voru mjög öflugar. Það var sú fyrrnefnda sem kom FH síðan yfir á 45.mínútu en þá fékk hún sendingu inn á teig og komst í boltann á undan Monicu og stýrði boltanum í markið. Í seinni hálfleiknum var lítið sem gerðist og voða lítið um opin marktækifæri. En þegar 90.mínútur voru komnar á klukkuna þá fékk FH vítaspyrnu og gat gert út um leikinn. Shaine fór á punktinn og átti þrumuskot að marki sem Monica náði þó að verja. Eftir að Shaine klikkaði voru sex mínútur tilkynntar sem uppbótartími og þá fór smá um FH-inga, bæði á vellinum og á hliðarlínunni. FH náði samt sem áður að halda út og er því komið með 20 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Af hverju vann FH? FH vörnin hélt gríðarlega vel í leiknum og gaf ekki mörg færi á sér. Murielle Tiernan er virkilega öflugur leikmaður en hún var í góðri gæslu allan leikinn. Hverjar stóðu uppúr? Mackenzie og Esther voru öflugastar í sóknarleik FH en það er FH vörnin sem verður að fá heiðurinn í þessum leik. Hvað fór illa? Tindastóll kom sér oft í álitlega stöðu til þess að búa til góð færi en það vantaði alltaf upp á lokasendinguna. Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna landsleikjahlé og því næstu leikir liðanna ekki fyrr en eftir tvær vikur. „Spilamennskan var ekkert sérstök“ „Þetta var jú góður sigur en spilamennskan var nú ekkert sérstök,” sagði Guðni Eiriksson, þjálfari FH, eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var jú góður sigur en spilamennskan var nú ekkert sérstök.” ,,En það sem ég tek út úr þessum leik eru stigin þrjú og það að við héldum hreinu. Það er gott að fara í pásuna sem tekur nú við með sigur á bakinu.“ Guðni talaði aðeins um það sem hann hefði viljað sjá gert betur. „“Ég meina ég hefði bara viljað sjá betri framkvæmd á fótboltaleik. Það var mikið af klaufalegum mistökum, einfaldar sendingar sem voru að klikka og síðan hefðum við getað nýtt betur þær stöður sem við vorum að komast í við vítateiginn.“ Hann var þó ánægður með vörnina. „Það sem er jákvætt hér er að við fengum ekki mörg færi á okkur. Það hefur verið stígandi í varnarleik liðsins frá upphafi móts og það var gott að sjá okkur halda hreinu,“ sagði Guðni Eiriksson, þjálfari FH. Konráð Freyr Sigurðsson: Blendnar tilfinningar „Ég hef eiginlega blendnar tilfinningar gagnvart þessum leik,“ byrjaði Konráð Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, að segja í viðtali eftir leik í fjarveru bróður síns. „Við vorum að gera betur heldur en margt oft hvað það varðar að byrja leikinn af miklum krafti en síðan er auðvitað bara svakalega sárt að tapa. Þetta var gríðarlega jafn leikur og þær náðu þessu marki inn og ekki við og þess vegna unnu þær þetta en þær voru ekkert betri en við,“ hélt Konráð áfram að segja. Konráð talaði um það að það vantaði oft upp á gæðin í lokasendingunni. „Já þetta er rétt, við komum okkur í færi til þess að búa til eitthvað alvöru og ég var ánægður með það en síðan vantaði oft upp á gæðin í lokasendingunni. En allt í allt er ég samt bara ótrúlega stoltur af stelpunum, þær gáfu allt í þetta,“ endaði Konráð á að segja. Besta deild kvenna FH Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn
FH hafði tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar þegar Tindastóll mætti í Kaplakrika í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimaliðsins og spútnik lið deildarinnar því komið á sigurbraut. Bæði lið mættu í leikinn í dag eftir að hafa tapað síðasta leik heldur stórt en FH tapaði gegn Val 3-0 á meðan Tindastól tapaði fyrir Breiðablik 4-0. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu fyrsta færi leiksins á 10.mínútu en þá átti Hannah Cade fyrirgjöf sem endaði sem hálfgert skot og fór boltinn í þverslánna og út. En eftir því sem leið á leikinn var það FH sem var sterkari aðilinn og þær Esther Rós og Mackenzie voru mjög öflugar. Það var sú fyrrnefnda sem kom FH síðan yfir á 45.mínútu en þá fékk hún sendingu inn á teig og komst í boltann á undan Monicu og stýrði boltanum í markið. Í seinni hálfleiknum var lítið sem gerðist og voða lítið um opin marktækifæri. En þegar 90.mínútur voru komnar á klukkuna þá fékk FH vítaspyrnu og gat gert út um leikinn. Shaine fór á punktinn og átti þrumuskot að marki sem Monica náði þó að verja. Eftir að Shaine klikkaði voru sex mínútur tilkynntar sem uppbótartími og þá fór smá um FH-inga, bæði á vellinum og á hliðarlínunni. FH náði samt sem áður að halda út og er því komið með 20 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Af hverju vann FH? FH vörnin hélt gríðarlega vel í leiknum og gaf ekki mörg færi á sér. Murielle Tiernan er virkilega öflugur leikmaður en hún var í góðri gæslu allan leikinn. Hverjar stóðu uppúr? Mackenzie og Esther voru öflugastar í sóknarleik FH en það er FH vörnin sem verður að fá heiðurinn í þessum leik. Hvað fór illa? Tindastóll kom sér oft í álitlega stöðu til þess að búa til góð færi en það vantaði alltaf upp á lokasendinguna. Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna landsleikjahlé og því næstu leikir liðanna ekki fyrr en eftir tvær vikur. „Spilamennskan var ekkert sérstök“ „Þetta var jú góður sigur en spilamennskan var nú ekkert sérstök,” sagði Guðni Eiriksson, þjálfari FH, eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var jú góður sigur en spilamennskan var nú ekkert sérstök.” ,,En það sem ég tek út úr þessum leik eru stigin þrjú og það að við héldum hreinu. Það er gott að fara í pásuna sem tekur nú við með sigur á bakinu.“ Guðni talaði aðeins um það sem hann hefði viljað sjá gert betur. „“Ég meina ég hefði bara viljað sjá betri framkvæmd á fótboltaleik. Það var mikið af klaufalegum mistökum, einfaldar sendingar sem voru að klikka og síðan hefðum við getað nýtt betur þær stöður sem við vorum að komast í við vítateiginn.“ Hann var þó ánægður með vörnina. „Það sem er jákvætt hér er að við fengum ekki mörg færi á okkur. Það hefur verið stígandi í varnarleik liðsins frá upphafi móts og það var gott að sjá okkur halda hreinu,“ sagði Guðni Eiriksson, þjálfari FH. Konráð Freyr Sigurðsson: Blendnar tilfinningar „Ég hef eiginlega blendnar tilfinningar gagnvart þessum leik,“ byrjaði Konráð Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, að segja í viðtali eftir leik í fjarveru bróður síns. „Við vorum að gera betur heldur en margt oft hvað það varðar að byrja leikinn af miklum krafti en síðan er auðvitað bara svakalega sárt að tapa. Þetta var gríðarlega jafn leikur og þær náðu þessu marki inn og ekki við og þess vegna unnu þær þetta en þær voru ekkert betri en við,“ hélt Konráð áfram að segja. Konráð talaði um það að það vantaði oft upp á gæðin í lokasendingunni. „Já þetta er rétt, við komum okkur í færi til þess að búa til eitthvað alvöru og ég var ánægður með það en síðan vantaði oft upp á gæðin í lokasendingunni. En allt í allt er ég samt bara ótrúlega stoltur af stelpunum, þær gáfu allt í þetta,“ endaði Konráð á að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti