„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. júlí 2023 21:05 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að almenningur tapi á uppgjöri Lindarhvols. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“ Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“
Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira