„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. júlí 2023 21:05 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að almenningur tapi á uppgjöri Lindarhvols. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“ Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“
Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira