Íslenski boltinn

Skagamenn klifra upp töfluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Jónsson var á skotskónum fyrir ÍA.
Viktor Jónsson var á skotskónum fyrir ÍA. Vísir/Hulda Margrét

ÍA vann Njarðvík 2-1 í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá vann Afturelding öruggan 4-1 sigur á nýliðum Ægis í Þorlákshöfn.

Viktor Jónsson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik og Gísli Laxdal Unnarsson, sem gengur í raðir Vals að tímabilinu loknu, tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik. Oumar Diouck minnkaði muninn fyrir Njarðvík undir lok leiks, lokatölur 2-1 Skagamönnum í vil.

Það tók topplið Aftureldingar dágóða stund að brjóta ísinn í Þorlákshöfn en Arnór Gauti Ragnarsson kom boltanum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Elmar Kári Enesson Cogic tvöfaldaði forystuna mínútu síðar.

Bjartur Bjarmi Barkarson minnkaði muninn fyrir Ægi áður en Ivo Alexandre Pereira Braz gerði út um leikinn. Elmar Kári bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Aftureldingar undir lok leiks, lokatölur 1-4.

Afturelding er á toppi deildarinnar með 26 stig að loknum 10 leikjum. ÍA er í 3. sæti með 20 stig á meðan Njarðvík er í 11. sæti með 7 stig og Ægir í botnsætinu með 4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×