Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Máni Snær Þorláksson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. júlí 2023 22:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talað sé um að eldgos muni hefjast eftir klukkustundir til daga. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. „Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira