Sextán ára undrabarn stelur senunni á Wimbledon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 20:30 Mirra Andreeva er að skrá sig í sögubækurnar. PA-EFE/NEIL HALL Hin 16 ára gamla Mirra Aleksandrovna Andreeva er komin í fjórðu umferð Wimbledon-mótsins í tennis. Hún er yngsta konan í sögunni til að komast svo langt á þessu fornfræga móti. Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Sjá meira
Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Sjá meira