Þjálfarateymi Svía missti af fluginu á heimsmeistaramótið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 16:00 Peter Gerhardsson er landsliðsþjálfari sænska kvennalandsliðsins. Vísir/Getty Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Ástralíu og Nýja Sjálandi þann 20. júlí. Þjálfarateymi Svía lenti þó í vandræðum á ferð sinni til Nýja Sjálands. Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira