Pressan kom ekki frá Pavel: Tindastóll fékk loksins tækifæri og greip það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 11:01 Pavel Ermolinskij lifir sig inn í leikinn í úrslitakeppninni í vor. Hann var sá fyrsti til að gera Tindastól að meisturum og verður sá fyrsti til að stýra Stólunum í Evrópukeppni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls, fagnar því að félagið sé tilbúið að stíga stórt skref og taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum