Hæstiréttur tekur djammbannið ekki til umfjöllunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 13:25 Þórólfur Guðnason vitnaði í málinu og sagði aðgerðirnar hafa tekið mið af aðgerðum í öðrum löndum. Vísir/Vilhelm Málskotsbeiðni eiganda skemmtistaðarins The English Pub í máli gegn íslenska ríkinu hefur verið hafnað. Landsréttur úrskurðaði að djammbannið hafi verið löglegt. Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira