Hæstiréttur tekur djammbannið ekki til umfjöllunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 13:25 Þórólfur Guðnason vitnaði í málinu og sagði aðgerðirnar hafa tekið mið af aðgerðum í öðrum löndum. Vísir/Vilhelm Málskotsbeiðni eiganda skemmtistaðarins The English Pub í máli gegn íslenska ríkinu hefur verið hafnað. Landsréttur úrskurðaði að djammbannið hafi verið löglegt. Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira