Öngstræti matvælaráðherra Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 11. júlí 2023 14:31 „Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar