„Auðvitað er áhugi á mér“ Jón Már Ferro skrifar 12. júlí 2023 07:00 Adam Pálsson var stoðsendingahæstur í fyrra. Nú vill hann verða markahæstur. vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld. Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam. Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira
Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam.
Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira