Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 14:00 Það var létt yfir leiðtogum NATO við upphaf fyrsta fundar í Úkraínuráðinu. Volodymyr Zelensky tekur hér í hönd gestgjafa leiðtogafundarins, Gitanas Nauseda forseta Litháen. Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ítalíu eru á milli þeirra. AP/Doug Mills Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59