Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2023 15:17 Gunnar hvetur fólk til að fara varlega í kringum gosstöðvarnar. Hættan sé nú tvöföld. Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur. Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur.
Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira